Komum saman og leysum vind

"Ástralskur vísindamaður heldur því fram að það gæti haft jákvæð áhrif í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda borði fólk kengúruborgara ..."

"Hann segir að gastegundirnar sem bæði kindur og kýr losi, þegar dýrin ropa eða leysa vind, eigi stóran þátt í hlýnun jarðar."

En þegar fólk leysir vind?  Og fólk leysir frekar vind af grasafæði.

"Vísindamaðurinn George Wilson, sem starfar hjá Áströlsku dýrlífssamtökunum, hvetur bændur til að hefja kengúrubúskap."

Já, ég styð það.  Kengúrur eru miklu skemmtilegri dýr en beljur.  Og léttar, ef maður skyldi keyra á eina í skjóli nætur - reyndar eru meiri líkur á að keyra á kengúru - þær eru það mikið víðförulli.

"Kindur og nautgripir losa um 11% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda Ástrala."

Kindur losa part af losun.  Áhugavert... 

"Wilson segir lausnina mögulega liggja hjá kengúrunum. „Það bragðast mjög vel, ekki ósvipað hjartarkjöti, en bragðið er aðeins öðruvísi,“ segir hann."

Það bragðast svipað, en ekki eins.  Aha... Rautt kjöt bragðast líka svipað og hvítt, bara aðeins öðruvísi.


mbl.is Kengúruborgarar til bjargar jörðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband