Vændi: löglegt, en samt ekki

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bendir á að það sé leyfilegt að kaupa og stunda vændi hér á landi. Hins vegar kemur fram í 206. gr. almennra hegningarlaga að hver sem stundi vændi sér til framfærslu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum.

Semsagt, leyfilegt er að stunda vændi, málið er bara, að stundi maður vændi má maður búast við að vera settur í djeilið í 2 ár. 

Jafnframt komi fram í 206. gr. almennra hegningarlaga, að hver sem hafi atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum.

Bíddu við... löglegt er að stunda vændi, en hver sem slíkt gerir skal sæta fangelsi í allt að 4 ár.  Var það ekki 2 ár áðan?  Jú, sko, það stendur hér að ofan!

Helvítis Kjaftæði!

Hvort er vændi löglegt eða ekki? 


mbl.is Fylgdardama býður Íslendingum þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eru Íslendingar eiginlega mörg ár á eftir tímanum? Þetta er eins og í Kína eða Norður-Kóreu.

Stebbi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:40

2 identicon

Má maður ekki  þá  bara velja sér það sem á best við að hverju sinni?

Heheheheh 

Arnar Flókason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:41

3 identicon

Það er bara löglegt að stunda vændi í aukavinnu. Þarft að sýna fram á einhverja aðalvinnu til að sleppa við 2ár í grjótinu. 4ár í grjótinu er fyrir dólgana sem hagnast á vændiskonunum, á ekki við um þær sjálfar.

Krissi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta versnar, því það er víst miklu ólöglegra að kaupa vændi... sem gerir það að verkum að 4 ára fangelsið er fyrir prívat opereiting hórur líka; sko: hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum.

Það þýðir: Hóra er einhver sem hefur atvinnu af lauslæti annarra.  Þar af leiðandi, hóra má dúsa á hrauninu í 4 ár. 

hver sem stundar vændi sér til framfærslu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum.

Það þýðir: þú færð greitt fyrir að hórast, þá hefur þú hluta af framfæri af því, og skalt því dúsa inni í 2 ár.  Eða er fangelsistíminn reiknaður með hliðsjón af hve stór hluti framfærzlunnar er fenginn með hóriríi?

Að öðru leiti er fullkomlega löglegt að vera hóra.  Svo lengi sem hóran fær ekkert greitt... 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.8.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband