Hver vill Hummer?

Það kvikyndi selst varla úr þessu.  Ekki nema einhverjir hafi í hyggju að framleiða kjarnorkuknúna útgáfu?

Ekki beint drauma-ökutækið.  Of stórt til að leggja nokkursstaðar, eyðir hugsanlega meira en landcruiser (þó ég þori nú ekki að fara með það) og er ljótari en andskotinn.

Kaninn hafði þó ástæðu til að fjárfesta í einum: það var skattaafsláttur ef maður keypti einn, svo mikill að það greiddi upp bílinn og meira til.

Þetta er búið.  Fer í sögubækurnar, eins og Packard, Checker, Kaiser-Frazer og fleiri, miklu betri bílar.


mbl.is GM ætlar að selja Hummer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Það eru nú til nokkrar útgáfur af Hummer og sú minnsta er nú varla til að sjá ofsjónum yfir, a.m.k. ekki hér á Íslandi.

En þeir eru nú allir ljótir greyin. Sá upprunalegi er sá eini sem hefur afsökun fyrir því, hann var ekki hannaður með útlit í huga en hin apparötin eru bara sorgleg.

Páll Jónsson, 24.9.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Páll Jónsson

Nú, nú... ég er greinilega kominn með skrifkæk.

Nú.

Páll Jónsson, 24.9.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir virka ágætlega í tölvuleikjunum.  .50 byssan á toppnum er sniðugt tæki - en þarf að víkja fyrir .50 byssu sem hægt er að skjóta úr án þess að stinga höfðinu upp um lúgu.

Ég væri alveg til í þessa bíla ef .50 byssan væri option - en svo er því miður ekki.  Án hennar er þetta bara traktor.  Og það þungur traktor.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband