Er þá ekki málið að banna frítíma?

Og jafnvel heimaveru, ef það er svo hættulegt að leggja stund á hana?

Það hafa verið uppi hugmyndir um að setja sér-skatt á matvæli sem eru ekki heilsugúrúunum þóknanleg, því þeir vilja meina að neyzla þeirra hafi slæm áhrif á heilsuna.

Það væri því æsta skref að setja í lög hvað fólk má og má ekki heima hjá sér: sérþjálfaðir menn munu hér eftir sjá um að skifta um ljósaperur, ná í hluti ofan af skáp og fólki verður harðbannað að elda heima við, enda stórfelld eldhætta af því.

Það mun verða bannað að flísaleggja eða parketleggja, enda verða þau yfirborð stórhættuleg eftir að þau hafa verið bónuð.  Í staðinn verður að vera á öllum gólfum iðnaðar-linoleum, með svona bólum svo fólk hrasi ekki, nú eða eitthvað hrjúft yfirborð.

Og allir verða alltaf að vera í hlífðarfötum og með távörn, því það eru alltaf horn sem hægt er að reka sig í.

Og svo framvegis.


mbl.is Flestir slasast í heima- og frítímaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Lifi lýðheilsustofnun

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 30.9.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband