Ekkert hægt að tjónka við Ford

Hvað ætli maðurinn hafi viljað gera?  Laga eitthvað, grunar mig.  Amerísku bílafélögin eru ekkert frábærlega rekin.  Eitt aðalvandamálið liggur í því að þeir eru enn að borga fyrir bíla sem voru smíðaðir 1975.

Skemmtileg tilhugsun það.

Verkalýðsfélögin halda þeim niðri, og það hressilega.  Nú hafa Toyota, Honda og Benz líka verkalýðsfélög sem hugsa vel um sína starfskrafta, en ekki eru þeir að renna niður eins hratt og Ford & co.

Það eru sveigjanlegri félög.  Ford eru á teinum, þökk sé sínum félögum.  Kannski vildi Kerkorian breyta því?

Og svo er annað, sem er algjört mörder: Detroit er í náðinni hjá Ríkinu.  Það sama er ekki hægt að segja Um Honda, Toyota eða Benz.  Ríkið hefur alltaf haldið uppá félögin þrjú, GM, Chrysler & Ford, og nú eru þau að súpa seyðið af því að hafa haft það of auðvelt.


mbl.is Kerkorian selur í Ford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband