Hvað er Ný-Frjálshyggja?

Flestir ræðumenn notuðu þetta orð: Ný-Frjálshyggja.  Hvað þýðir það, eða réttara sagt, hvað halda þeir að það þýði?

Ég fletti því upp í vikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Neo-libertarianism

Ekkert af þessu passar við það sem verið var að gagnrýna, og kallað Ný-Frjálshyggja.  Ég mæli eindregið með að ræðumenn noti orð sem þeir vita hvað þýða þegar þeir tala, svo þeir hljómi ekki eins og alger fífl.

Í ljósi aðstæðna er mjög mikilvægt að hljóma ekki eins og algert fífl.  það voru jú alger fífl sem komu okkur í þessa aðstöðu.  Ekki einhverjir frjálshyggjumenn, eða Ný-frjálshyggjumenn.  (Einhver vinsamlegast bendi mér á eitthvað frjálshyggjulegt í þessu öllu?)


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að nýfrjálshyggjan sé frekar neo-liberlism sbr. http://en.wikipedia.org/wiki/Neoliberalism

Nafnlaus (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hún er allavega ekki samanþjöppun fjármagns eða valds á fárra hendur. Anti-Dictatorship. Með rökum er hún þar af leiðandi ekki skrifræðishyggja í umboði eins flokks. Hinsvegar er það alþekkt að ef maður hamrar á einhverju góðu nógu oft í röngu samhengi þá fer það að hljóma rangt. Hitler vissi þetta best og hans áróðursmeistarar. Ég ætla ekki að nefna flokksforustuna eða baklandið sem leggur upp með slík meðul.  Getur hver dæmt fyrir sig. 

Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aha... Góður linkur. Hér er uppskrift af vandamálum:

"The emphasis on property, in classic and market liberalism, has been replaced by an emphasis on contract. In the time of Adam Smith, property conferred status in itself: he would find it strange that entrepreneurs sometimes own no fixed assets, and lease the means of production."

Þetta er allt annað.  Þetta minnir miklu meira á lénsræði en frjálshyggju.  Skapar fullt af vinnu fyrir lögfræðinga og bókhaldara.  Ef Þetta er það sem liðið aðhylltist er ekkert skrýtið að allt sé í kalda koli.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2008 kl. 15:58

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ásgrímur, þetta mynnir alla vega ekki á neina stjórnmálstefnu sem vill öðlast hylli í lýðræislegum kosningum. Í USA og Íslandi finnast allavega ekki slíkir stjórnmálaflokkar. Orðið  "Ný-frjálshyggja" misvísandi heimspeki hugtak.  Hugtak haft í umræðu í löndum þar sem ríkir siðspilling eða frumstæðar reglur um það sem við teljum heilbrigða samkeppni eða markað. Það er ekkert nýtt við óheiðarlega tækisfærissinna sem beita öllum meðulum til að ná fram tilgangi sínum án þess að hirða um kóng eða prest.

Júlíus Björnsson, 1.12.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem við kjósum er ekki það sem við viljum, heldur það sem er í boði.  þetta er svona eins og að vilja steik, en fá að velja um annars vegar kjötfarsbollur eða svolítið úldnar kjötfarsbollur.

Það sem við svo fáum er ekkert það sem við þó kusum.  Sem er eins og að velja kjötfarsbollur en fá maðka. 

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband