Gera bara eins og er gert allstaðar annarsstaðar:

Lækka vextina eins og hægt er.

Stýrivextirnir eru 18%, þeir ættu að vera 0.1%, mest.  Þá myndu allir vextir lækka samsvarandi.

Svo væri ráð að lækka söluskattinn til þess að minnka allan kostnað.  Niður í svona 5%.  Það mætti einnig að skaðlausi fella niður fjöldann allan af gjöldum á hitt og þetta.  Til dæmis er undarlegt að það skuli vera fleiri gjöld á eldsneyti en ég hef fingur.

Það kostar að innheimta hvert gjald, fattar það enginn?

Gjaldeyrishöftin eru að fæla peninga frá landinu, svo og fyrirtæki, CCP til dæmis.  Höftin þurfa að fara, svo við höldum fyrirtækjunum og fáum peningana.

Þetta myndi allt draga úr verðbólgu - því þetta allt heldur verðbólgu hárri með því að fara beint í verðlagið.

Þetta er ekkert mál, ekkert flókið.


mbl.is Meira þarf til að bjarga heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband