Gerumst bara sjóræningjar.

"Samþykkt öryggisráðsins gerir ráð fyrir valdbeitingu til að hindra sjórán en áður þarf viðkomandi þjóð að leita heimildar tímabundinnar ríkisstjórnar Sómalíu. Ennfremur er áskilið að Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, verði gert viðvart áður en gripið er til vopna."

12:00

Sjóræningjar mæta til að taka dallinn.

"Hey skipper, það eru sjóræningjar!"

"Hringjum í herinn!"

12:01 

Herinn.

"Er verið að ræna ykkur?  No prob, kem eftir smá."

"Hringjum í Ríkisstjórn Sómalíu, við þurfum að taka ræningja."

 12:03

Ríkisstjórn Sómalíu til bráðabirgða.

"Sjórán?  Hmm... setjum það í nefnd."

Dagur 2.

9:00 

"Já, þið megið fara og taka þessa sjóræningja."

9:00

Herskip.

"Þetta er OK, förum!" 

10:30

"Hey, þeir sögðust vera hér!?"

"Þarna eru þeir, ég sé þá á Radar!"

11:45

Herinn kemur að sjóræningjunum með fórnarlömb sín í togi.

"Hringjum í Moon, við þurfum að skjóta!"

11:46.

Moon.

"Eruði með þá í sigtinu segirðu?  Já... setjum þetta í nefnd."

Dagur 3.

14:26 

Herinn.

"Þeir eru að leiða áhöfnina í land, og koma þeim fyrir í stórum pottum."

"Hvað segirðu?"

"Já.  Þeir eru að kveikja undir... Og þeir eru byrjaðir að dansa stríðsdans."

Dagur 4.

Moon.

"Við höfum ákveðið að þið skulið ekki skjóta, heldur bíða eftir kröfum sjóræningjanna.  Kannski vilja þeir lausnargjald."

"Æi, gleymdu þessu bara." 


mbl.is Öryggisráðið framlengir aðgerðir gegn sjóránum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband