6.12.2008 | 16:25
Með Glitni eignuðumst við skuldir.
Fyrirtækið var veðsett í botn, við höfum öll heryt það, upp að 95%, segja þeir sem áttu það. Lélegir kapitalistar þar á ferð - að eiga ekkert kapital.
Þegar Ríkið bauðst til að kaupa fyrirtækið á 1/7 af markaðsvirði (burtséð frá hvernig það var til komið,) þá lækkuðui þeir sjálfkrafa markaðsvirðið um 6/7. Þá var náttúrlega fyrirtækið ekki 5% virði um fram skuldir eins og það hafði verið.
Svo datt þessum gaukum í hug að þjóðnýta það sem þeir í raun eyðilögðu.
Ef þeir hefðu látið það eiga sig hefði glitnir lifað þessar tvær vikur í viðbót, og þá orðið gjaldþrota, og farið til gjaldþrotaskifta eins og öll önnur fyrirtæki, hríðlækandi á meðan, en örugglega komið út meira en 1/7 af fyrra virði. Sem hefði valdið því að einhverjir bankar í útlöndum hefðu orðið að afskrifa skuldir, en Íslenska Ríkið hefði sloppið við að kasta öllum skuldunum yfir á þjóðina.
Þá hefði heldur ekki þursinn Brown Darling vaknað og ákveðið að Landsbankinn og KB væru hryðjuverkasamtök.
AMK ekki strax.
Óljóst er hvort LI hefði nokkuð lent í kröggum, þar sem þær kröggur sem fyrirtækin lentu í voru beint Davíð Odds og hans stóra munni að kenna.
Eiga ekki annars öll gjaldþrota fyrirtæki að fara til gjaldþrotaskifta? Eða er ný stefna að þjóðnýta allt sem er á hausnum? Má búast við að við, fólkið, munum eignast í okkar óþökk einhver minkabú og laxeldi?
Afsakið: Nýja minkabú & Nýja Laxeldi.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vertu ekki með þetta kjaftæði það hefði átt að taka bankann fyrir löngu það er allt að koma í ljós hvað þarna þreifst mikill viðbjóður. Hef enga trú á Davíð en þarna gerði hann rétt og átti að gera það fyrir löngu. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég mótmæla þessu bankaliði og heimta að þeir borguðu hinum almenna Jóni sem þeir stálu
Guðrún (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 16:45
Hann gerði rangt. Og allir sem nálægt þessu komu. Skiftir engu hve mikill viðbjóður þreifst, það var ekki boðlegt að færa það yfir á alla.
Það var nefnilega það sem gerðist, skuldir voru þjóðnýttar, eða tókstu ekki eftir þeim parti? Ef þeir hefðu gert þetta fyrr hefðu þeir bara þjóðnýtt aðeins minni skuldir.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2008 kl. 22:47
Gerðir og ábyrgðir.
Allur almenningur hlítur að sjá að Björgvin átti enga möguleika á að hnekkja ákvörðunum Davíðs eða Geirs. Davíð fer sínu fram í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Geir er ónýtur pappír.
Ábyrgðin er fyrst og fremst þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.
Eini möguleiki Björgvins til að stöðva framgöngu Davíðs var að gera hann óvígann.
Það gerir enginn.
Kjósandi, 7.12.2008 kl. 12:06
Hvaða ítök hefur þessi náungi eiginlega? Þetta er farið að vera eins og síðustu dagar óðs einræðisherra hérna.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.