Hvernig gerðist það?

Þetta er gjaldmiðill sem er bannað að selja, svo hann á ekki að geta veikst.  Nema eftirspurnin sé að minnka.

Hvað gerist þá ef höftin verða afnumin?  Selja allir?  Krónan hrynur.  Dollarinn fer yfir 200 kall, Evran upp í 350, osfrv.

Annars er hagstjórnin núna öll hin merkilegasta.  Það má nefnilega ekki koma með peninga inn í landið, skilst mér.  Menn sem glaðir vildu koma með pening inn fá það ekki, eða peningurinn festist einhversstaðar á leiðinni.  Og Útlendir aðilar mega ekki fjárfesta heldur samkvæmt nýjustu lögum.

Sem aftur veldur því að fyrirtæki sem geta farið út, neyðast til þess.

Sem aftur veldur því að fátt eitt heldur krónunni uppi.

Var ekki stefnan að fá pening inn í landið?  Hvernig var það aftur?  Ég hélt okkur vantaði svoleiðis?  Var það ekki planið með öllum þessum vaxtahækkunum alltaf?

Þetta bara lítur ekki rétt út.  Við erum í raun að segja: "komið með peningana, við viljum þá ekki, farið með þá frá okkur."


mbl.is Krónan veiktist um 0,55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband