Þetta fölnar við hliðina á flestu undanfarið.

"Umrædd gatnamót eru þau slysahæstu á öllu höfuðborgarsvæðinu, líkt og kynnt var sl. haust en um það má lesa með því að smella hér. Ljóst er að ökumenn sem eiga leið þarna um þurfa að hægja á sér,“"

Hægja á sér?  Hvernig væri hreinlega að nema staðar á ljósunum?  Og svo, þegar það kemur grænt, aka af stað.  Það vantar svolítið hér á Íslandi, að menn taki skarplega af stað á gatnamótum.


mbl.is Fjórði hver ökumaður ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„að menn taki skarplega af stað á gatnamótum”

· það mengar meir að taka skarplega af stað á öllum gatnamótum

· það eyðir meira eldsneyti að taka skarplega af stað á öllum gatnamótum

· það slítur bílvélum hraðar með að taka skarplega af stað á öllum gatnamótum

· eldsneytisverð nú til dags er alls ekki lágt

Ég er alveg sammála þér - umferðin gengur allt of hægt, en þetta eru einfaldlega ástæður hví margt fólk tekur rólega af stað.

Davíð Elíasson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reyndar er það öfugt: bíllin eyðir minna ef maður tekur svolítið hraustlega af stað - ef maður getur haldið þeim hraða svo í nokkra stund.  Annars er maður að auka hraðann óþarflega lengi, sem tekur til sín meiri orku til lengri tíma.

Það ætti líka að menga öðruvísi - kannski minna jafnvel, því þá myndast meiri hiti í brunahólfinu.

Ég er ekki að segja að maður eigi að mökka af stað eins og í einhverri kvartmílu, bara nota vélina aðeins.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband