Losnaði aldrei við marblettina af forræðishyggjunni

Hún var líka allan tímann til staðar að viðhalda þeim.  Svo kom þessi dularfulla ný"frjálshyggja."

Hvað var svona frjálshyggjulegt viðþetta tímabil?

Hmm... það varð að fela sígarettur í búðum.  Tékk.

ÁTVR var með áfengiseinkasölu.  Tékk.

Útlendir aðilar seldu aldrei olíu á Íslandi -og það er hreint kraftaverk að Atlantsolíu hafi tekist að byrja.  tékk.

Það er ólöglegt að rækta kannabis.  Tékk.

Það er ólöglegt að brugga.  Tékk.

Þú verður hengdur í 3 ár fyrir of hraðan akstur.  Utan bæjarmarka.  Á sama tíma er þér sleppt fyrir að hafa kynmök við 10 ára og yngri.  Innan bæjarmarka.  Tékk.

Á spítölunum er það þannig að það þarf að kalla á rafvirkja til að skifta um peru, færa lampa milli hæða osfrv.

Þessi nýfrjálshyggja var nú ekki frjálshyggjulegri en svo að allt þetta viðhélst allan þennan tíma.  Hvers konar frjálshyggja var hún þá?  Spyr ég.  Forn-frjálshyggjan hefði ekki leyft þessu að viðgangast.


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband