Einhverjum var mjög illa við þennan bíl

Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út um kvöldmatarleytið vegna skotárásar á Friðriksbergi. Skotið var fjórum sinnum á bíl á horninu á Bülowsvej og Thorvaldsensvej.

Flokkast það sem skemmdarverk, eða morðtilræði, eða hryðjuverk? 


Að sögn fréttavefjar Politiken hafa enn ekki borist tilkynningar um að fólk hafi særst vegna skotárásarinnar...

Kannski fékk skotmaður í sig forhlaðið?  Kannski er bíleigandinn pirraður?  Kannski skaut einhver eigin bíl?  Ég meina, hver hefur ekki stundum orðið pirraður á véltruntunni sinni og viljað aðeins plaffa á hana?

Samkvæmt upplýsingum lögreglu komu tveir bílar við sögu sem óku gáleysislega þétt upp við hvern annan á Thorvaldsensvej.

The plot thickens! 

Í kjölfarið var fjórum skotum hleypt að byssu úr öðrum bílnum í átt að hinum. Lögreglan vinnur nú að því að fá yfirsýn yfir aðstæður á staðnum.

Það vorui skotar, auðvitað.  Sennilega fullir allir saman.  Þeir komust ekki alveg að öðrum bílnum úr hinum, en náðu samt taki á þessar byssu.

Það kemur mjög flott mynd upp í hugann af þessu öllu saman. 

Verið er að ræða við vitni á staðnum og hundar leita að skothylkjum. Þegar hafa fundist þrjú skothylki úr níu millimetra byssu.

Miðað við hvernig gengin eru víst þarna á norðurlöndum getur vel verið að allt svæðið sé vel mengað af svona patrónum.


mbl.is Enn ein skotárás í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ástandið er svakalegt. Það virðast einhver bílgengi vera farin í stríð þarna í DK. Það er ekki nóg með að hasssalarnir séu að skjóta á hvern annan, heldur eru bílarnir líka farnir að gera það.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 02:25

2 identicon

Gott grín en þér virðist vera vitlausir.

hoh (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband