Öll þessi herskip á svæðinu gagnslaus

Auðvitað.  Þau geta ekki verið allstaðar.

Ég skil ekki þessa eindregnu þrjósku í þessum flutningamúlösnum að vilja ekki bara vopnast, og byrja að plaffa aðeins á þessa ræningja.  Hvaða aumingjaskapur er þetta?

Þeir verða rændir alveg þar til þeir fara að skjóta á móti.


mbl.is Sjóræningjar ræna grísku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Það er ólöglegt í flestum þessum löndum að vera með skotvopn um borð, fyrir utan það þá fara þeir yfirleitt ekkert mjög illa með fanga svo það er kannski skárra að verða fangi sjóræningja en að láta drepa sig býst ég við.

Björn Halldór Björnsson, 22.2.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Plaffaðu á þá, og slepptu við að vera fangi.  Þeir eru að reyna að ræna dallinn, þannig að það er hæpið að þeir skjóti mjög mikið á hann.

Eiginlega eru það fyrirtækin sem reka skipin sem ættu að heimta þetta.  Það er stór kostnaður að hafa skip svona á reki á meðan verið er að spjalla við einhverja ræningja.

Það sést alveg empírískt á þessu að saturation löggæzla (lögga á hverju horni) virkar ekki úti á hafi, hve vinsæl sem hún kann að vera á landi.  (Því það eru engin horn úti á sjó...)

Það er margfalt ódýrara og skilvirkara að hafa bara alla vopnaða.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.2.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband