25.2.2009 | 01:25
Þetta mun ekki breyta því sem þeir halda að þetta muni breyta
Sko, öll dauðsföll í sviss þar sem skotvopn koma við sögu eru 300 á ári, að sögn þessa græningjahóps þarna. Sjá hér: http://edition.cnn.com/2009/WORLD/europe/02/24/switzerland.gun.army.referendum/index.html
Gefum okkur að það sé rétt. Svisslendingar eru 7.5 milljónir. 300 dauðsföll gera þá 4 af hverjum 100.000. Það er ekki mikið um morð í Sviiss, vegna þess að þeir eru frekar ríkir, svo við getum gert ráð fyrir að þetta séu flest sjálfsmorð.
Nú vill svo skemmtilega til að sjálfsmorðstíðnin í Sviss er 26 á 100.000 íbúa, eða tíðnin á Íslandi + tíðnin í New Jersey í BNA. Það er MIKIÐ.
Sjá hér: http://www.suicide.org/suicide-statistics.html
og hér: http://www.who.int/mental_health/prevention/suicide/suiciderates/en/
En það verður engin lausn að fjarlægja byssurnar, sjá heimild: http://www.guncite.com/gun-control-killias-abstract.html
"Interestingly, no significant correlations with toal suicide or homicide rates were found, leaving open the question of possible substitution effects."
Á hinn bóginn gæti bílþjófnuðum fækkað... las það einhversstaðar að það sé mikil jákvæð fylgni milli almennrar skotvopnaeignar og tíðni bílþjófnaða. Hvergi í hinum vestræna heimi eru þeir algengari en einmitt í Sviss og Ísrael, skilst mér.
Ég mæli með því að þeir haldi rifflunum. Ef þeir hafa áhyggjur af því að þeim verði stolið, þá væri vit í að redda þeim skáp með. Það er líka svo gott múv í miðri kreppu að framleiða nokkra skápa.
![]() |
Svisslendingar kjósi um byssueign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.