Blásið í blöðruna...

Enn er verið að reyna að "bjarga" þessu.  Ég er þess fullviss að björgunaraðgerðirnar valda meira tjóni til langs tíma en aðeins meira hrun til skamms tíma.

Ríki geta ekkert endalaust verið að bakka uppi einkafyrirtæki svona.  Það er grundvallaratriði frjálshygjunnar - Ríkið á ekki að borga neitt svona, eða ábyrgjast neitt svona.  Það hefur bara þann tilgang að sjá um að grunnkerfi fúnkeri - þá á ég við rafmagn, vatn, heilsugæzlu og grunnskóla.

En nei, það á að dæla pening ofan í holu sem einhverjir pésar eru búnir að grafa...


mbl.is 220.000 milljarðar í viðbót?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gróðinn er alltaf einkavæddur, en skuldirnar eru ríkisvæddar. Það er kap

Björn Birgisson, 22.4.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sorry!  ............ það er kapitalisminn og frjálshyggjan í hnotskurn!

Björn Birgisson, 22.4.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kapítalismi & frjálshyggja í hnotskurn er: ég á fyrirtækið, ég hirði gróðann.  Ef ég fer á hausinn, þá bara fer það svo.

Þegar kerfið er farið að vera eins og þú lýsir er þar á ferðinni svolítið annað: sósíalismi.  Ja, visst form af sósíalisma.  Sum form bjóða ekki upp á gróða.

Sko: í kapítalísku frjálshyggjuhagkerfi hefðu bankarnir farið beint á hausinn, og það hefði ekki komið ríkinu neitt við.  (Að vísu hefðu mennirnir í bönkunum vitað af því, og það hefðu aldrei verið neinar ríkisábyrgðir, svo allt hefði farið einhvernvegin allt öðru vísi.)

Við vorum bara ekki með frjálshyggju.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.4.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

Stórundarleg færsla. Allt sukkið og vitleysan lendir á ríkinu, fólkinu í landinu. Ábyrgð einstaklinganna, sem treyst var fyrir fjöreggjum þjóðarinnar, reynist engin.  Fullkomnir drulludelar og aumingjar fengu að valsa um þjóðfélagið. Nú er mál að linni.

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er nefnilega málið, þessir einstaklingar báru enga ábyrgð, heldur Ríkið.  Hverskonar frjálshyggja var það?

Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband