Ég leyfi mér að draga þetta í efa.

Það verða engar breytingar á erfðaefni hvorki eins eða neins við að vera teknir með keisara, ekki frekar en fólk mjúteitar við að vera lamið í hausinn.  Ég veit ekki hvernig það á að gerast.

Ef það er fylgni milli þess að fá asma og að vera tekinn með keisara er þar eitthver önnur ástæða en breytingar á erfðaefni - sem er eða er ekki sama ástæðan.

Ég er að segja: erfðaefnið breytist ekki, það var svona.


mbl.is Keisaraskurður hefur áhrif á erfðaefni barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Alveg rétt Ásgrímur, þetta er furðuleg frétt svo ekki sé meira sagt.

Einn möguleiki er að um sé að ræða sviperfðir (epigenetics) sem tengjst meðal annars því hversu aðgengilegt erfðamengið er í hinum mismunandi frumum einstaklings. Þannig að samsetning litnisins breytist (litni er flóki prótína sem bindast við DNA og geta myndað óaðgengilega flóka, þannig að ekki er hægt að tjá ákveðin gen) E.t.v. hefur fæðingin áhrif á einhver kerfi sem breyta ástandi litnis og slökkva þannig á ákveðnum genum sem gætu verið skaðleg, eða á hinn veginn að við fæðingu sé litnispökkun aflétt og nauðsynleg gen verði þá aðgengileg fyrir tjáningu.

Annar möguleiki er sá að fæðingin sé nauðsynleg fyrir ræsingu annara lykilferla í líkamanum. Ónæmiskerfið er líklegast í þessu samhengi, með hliðsjón af þeim fylgikvillum sem þjá keisaraskurðsbörn.

Arnar Pálsson, 30.6.2009 kl. 11:40

2 identicon

Ég fann þetta á Science Daily:

Blood was sampled from the umbilical cords of 37 newborn infants just after delivery and then three to five days after the birth... This showed that the 16 babies born by C-section exhibited higher DNA-methylation rates immediately after delivery than the 21 born by vaginal delivery.
 Þetta er semsagt öll rannskóknin, heil 37 börn og þar af voru 16 tekin með keisaraskurði. Þetta held ég að teljist varla marktækt. Seinna í greininni kemur fram að eftir 3-5 daga var enginn marktækur munur á "DNA-methylation" hvort heldur sem börn voru fædd á eðlilegan hátt eða tekin með keisaraskurði.

Kristinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband