3.9.2009 | 09:24
Kjaftæði
Ríkið orsakar verðbólguna núorðið. Ef þeir myndu nú hætta því, þá þyrfti ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því að laun héldu ekki í við verðbólgu.
En nei, það á að fikta eitthvað í afleiðingum verðbólgu. Á flókinn og rándýran hátt. Frábært.
Lausn:
Það eru til dæmis misjafnlega margir skattar/tollar/vörugjöld á matvælum. Fer eftir mætvælunum. Ef það væri einfaldað, þá sparaðist peningur inni í sjálfu kerfinu - hærri upphæð en ykkur grunar. Við einföldunina myndi verð á hinum og þessum fæðutegundum lækka. Sem dregur úr verðbólgu. Sem virkar tvisvar: fyrst við það að verð á mat lækkar, sem er gott fyrir lægra launaða einstaklinga, og hinsvegar við það að verðbólgan minnkar, þá minnka afborganir af hinum og þessum lánum.
Þetta á ekki að þurfa að vera flókið.
Grunnur að lausn á vanda heimila? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.