Það hefur gefist svo vel hér!

Hér á Fróni hafa áfengisauglýsingar verið bannaðar síðan áður en ég man eftir mér, enda hefur vart sést vín á manni fyrr en nú í seinni tíð, eftir að lymskulegir menn fóru að lauma áfengisauglýsingum inn, dulbúnum sem pilsnerauglýsingum.

Síðan þá hafa unglingagengi ráfað um í ölæði og brotið rúður, ælt inn um stofuglugga og gengi örna sinna í reykháfa.

Nú hyggjast Bretar byggja á góðri reynzlu mörlandans á svona auglýsingabanni, og í leiðinni munu þeir líka banna allar athafnir sem tengjast drykkju, því slíkt hefur einungis stuðlað að drykkju; en það eru einmitt krikket, fótbolti, pílukast og snóker.  og mun þá almenningur þar í landi þorna bara næsta dag, og fara að stunda þjóðaríþrótt Breta, sem er frímerkjasöfnun.


mbl.is Vilja banna allar áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað meinarðu með "í seinni tíð"? 1975 og síðar?

Íslendingar hafa allaveganna verið meira eða minna fullir síðan ég fæddist hérna um árið...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Áfengisneysla hefur aukist úr 4,5 l af hreinum vínanda á ári í 7,9 l af hreinum vínanda á ári frá 1980. Svo jú, laumuauglýsingarnar virka.

Páll Geir Bjarnason, 10.9.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Útlendar auglýsingar hafa dunið á mönnum síðan tímarit fóru að berast hingað frá útlöndum.  Síðan farið var að gefa út slík rit, sem sagt.

Innlendar laumu-auglýsingar hafa verið við lýði síðan 2000, svona sirka.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mun lengur en 2000, en vissulega borið meira á þeim í seinni tíð. Sérstaklega ósvífnar eru auglýsingarnar í lífstílsblöðunum sem kallaðar eru "vínkynningar".
Annars er þetta mjög einfalt. Meiri sýnileiki og meira aðgengi í formi útsölustaða og afgreiðslutíma þýðir meiri neysla sem hefur í för með sér meiri kostnað fyrir samfélagið. Þetta er veruleikinn. Þess vegna eru t.d. Bretar að íhuga auglýsingabann á áfengi og þess vegna vilja Hollendingar fækka kannabisbúllum og setja strangari reglur um þær.

Páll Geir Bjarnason, 12.9.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband