Þetta gengur ekki alveg upp...

Í fjárlagafrumvarpi er áformaður sextán milljarða tekjuauki af umverfis-, orku- og auðlindasköttum.

Bjartir.  Þeir mega vera ánægðir ef þeir fá jafn mikið og þeir fá núna.  Það teldist heppni.

Það gæti þýtt milljarðaskattheimtu af hverju álfyrirtæki fyrir sig, þegar fram í sækir, en þau eru kaupendur að nærri þremur fjórðu allrar raforku í landinu.

Ætla þeir að byrja í Helguvík?  En annarrstaðar? 

talsmaður RioTinto Alcan í Straumsvík, segir þetta stórtæk áform sem fari fram úr öllu meðalhófi. Að óbreyttu gætu þau þurrkað út allan hagnað fyrirtækisins og gott betur.

Helguvíkurbatteríð verður þá bara reist í Amazon-frumskóginum. 

Lengi hafi verið ljóst að taka yrði á vandanum, bæði með niðurskurði og skattahækkunum.

 

Það væri hægt að skera niður um fúlgur fjár með því að leggja niður utanríkisþjónustuna eins og hún leggur sig.  1.5 milljarðar bara í Tókyó. 

Hins vegar hafi verið miðað við það... að 45% af vandanum verði leyst með skattahækkunum næstu þrjú árin.

Verðbólga er góð fyrir ykkur! Verðbólga er góð fyrir ykkur! Verðbólga er góð fyrir ykkur!  osfrv...

Í krónum talið verða útgjöld ríkissjóðs skorin niður um 43 milljarða króna en tekjurnar auknar um 61 milljarð.

Niðurskurðurinn er ekkert vandamál, hinsvegar leyfi ég mér að efast um að þessar tekjur komi inn.  Þær eru óskhyggja, held ég. 

Á meðal margvíslegra hækkana er 10% hækkun bensín-, olíu- og bifreiðagjalda.

Þetta mun einungis virka ef amk jafn margir aka amk jafn mikið.  Það mun ekkert gerast. 

Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann rýrni um 10,4% á þessu ári og 11,4% á því næsta.

Út af þessu.

Hver er verðbólgan núna?  8-12%?  Hún verður meiri.  Það er verið að þvinga hana upp með valdi.


mbl.is Stórtækir auðlindaskattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og gleymdu ekki tónlistarhúsinu botnlaus pittur.Það á að halda uppi störfum þar en segja upp hundrudum manna á landsspítalanum!!!

Nei! þetta er vittlaus forgangsröðun!  (Listannalaun t.d út með þau peningana í spítallann!!!!!)

Guðjón (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband