Skilgreiningin á hamingju?

Samkvæmt þessu fyrirtæki felst hún í landsframleiðzlu, "social support" (sem ég veit ekki hvað þýðir hjá þeim, gæti verið ýmislegt,) almennu heilbrigði, frelsi til að lifa eftir eigin höfði, örlæti og "öllu öðru."

Allt í lagi.

Listinn er:

1. Dan­mörk

2. Sviss

3. Ísland

4. Nor­eg­ur

5. Finn­land

6. Kan­ada

7. Hol­land

8. Nýja-Sjá­land

9. Ástr­al­íu

10. Svíþjóð

En við viljum hafa þetta einfalt er það ekki?  Svo við förum á Wiki og finnum tölur yfir sjálfsmorðstíðni í þessum löndum.  Hún segir venjulega hversu gaman er í alvöru að búa í þeim.  Því hærri, því leiðinlegra er landið.

Sá galli er reyndar á þeim tölum að í mörgum löndum er það eitthvert tabú, sem er viljandi falið, og sum lönd eru einfaldlega ekkert að nenna að halda utanum tölur almennt.

Svo... vestræn lönd skulu það vera.

Af wiki, listanum er stolið af WHO, og á honum eru 170 lönd:

Í neðsta sæti "Vestrænna landa" (https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_suicide_rate#List_by_the_World_Health_Organization_.282012.29)

Grikkland, með 3.8 sjálfsmorð/100K íbúa.  Í 140 sæti.

Kýpur/Ítalía, 4.7 (128 sæti.)

Spánn, 5,1 (122 sæti.)

Makedónía, 5,2 (120 sæti.)

Ísrael, 5,9. (110 sæti.)

Malta 6. (109)

Bretland, 6,2 (105)

Singapore 7,4 (97 - ég vil meina að það sé vestrænt ríki.  Svo langt sem það nær.)

Portúgal/Niðurlönd , 8,2 (87)

Danmörk, 8,8 (82)

Svolítið öðruvísi útkoma, ekki satt?

Skyndilega erum við orðin alveg hundleiðinleg, með 14 sjálfsmorð á hverja 100.000 íbúa, í 35 sæti á listanum, á eftir Finnum og japönum.

Reyndar virðist vera talsverð fylgni milli þess að vera hamingjusöm þjóð á þessum lista og fjölda sjæalfsmorða.

Hvað er að marka þetta?  Ja... sjálfsmorðalistinn er aðeins áreiðanlegri, það er mælanlegur verknaður.  Hamingja er það ekki.  Ekki enn.


mbl.is Danir hamingjusamastir þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband