Ég skil þetta alveg

Það er fyllilega eðlilegt að vilja ekki borga skatt.

Það sem mér finnst skrýtnast í þessu, er að liðið sem setur skattalögin sér að þau eru svo slæm að þau þurfa að geyma peningana sína þar sem skattalögin ná ekki yfir þá.

Væri ekki meira vit í því hjá þeim að bara einfaldlega breyta þessum lögum, fyrst þau eru þeim svo illþóknanleg?

Ég myndi ekki mótmæla því.  Það kæmi sér vel fyrir okkur öll.  Okkur hin, sem getum ekki verið að setja launin okkar á reikning þar sem við þurfum að borga skatt af *verðbótunum.*


mbl.is „Það getur orðið ljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband