Skák og mát

"„Maður fær þá tilfinningu að allt sé gert viljandi til að fá Kim Jong-un til að tryllast og grípa til óráðlegra aðgerða,“ sagði Lavrov."

Gefum okkur að Kim sé ekki haldinn dauðaósk.

Hann hefur verið málaður út í horn af forverum sínum, og er búinn að mála aðra umferð sjálfur.  Hann veit sem hver heilvita maður að ef hann gerir eitthvað róttækt þá verður honum breytt í lofttegundir.  Og nú er kominn andstæðingur sem tekur ekki mark á bullinu í honum.

Hvað á hann að gera?  Hvað getur hann gert?  Hvað myndir þú gera?


mbl.is Reyni viljandi að fá Kim til að tryllast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má nú alveg stytta heitin á þessum ráðuneytum

"...at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, þar sem hann mun gegna embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra"

Má ekki minnka þetta í Atvinnuráðuneyti?  Spara þannig 3 skrifstofur.

Sem skattgreiðandi er ég ekkert ofsahrifinn.

Svo er þessu umhverfisráðuineyti ofaukið, og hefur alla tíð verið.  Má að skaðlausu loka því.


mbl.is Ráðherrakapallinn opinberaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband