Hvað segir ríkislögreglustjóri við þessu?

Almenn hegningarlög: " 94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.] 1)] 2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.] 3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.] 4) "

Það sama verður yfir alla að ganga, annars er ekki réttarríki: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/01/30/logreglan_afryjar_mali_peturs/


mbl.is „Fasisti, kvenhatari og rasisti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Ásgrrímur, þetta orðbragð hennar og Ástu Guðrúnar, þingflokksformanns Pírata (kölluðu Trump "fasista" úr ræðustóli Alþingis) brjóta gegn þessum lögum, 95. gr. En þær hafa greinilega ekki flett upp í Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs til að ganga úr skugga um merkingu orðsins, en þar segir:

"fasismi, andsósíalisk stjórnmálahreyfing, er stefnir að vopnaðri kúgun ríkisvalds (með her eða lögreglu) á almenningi."

 

Svo má minna á, að Píratar eru nú skilgreindir sem einn af lýðskrumsflokkum Evrópu, skv. norska stórblaðinu Verdens Gang, sem er einn stærsti og áhrifamesti fjölmiðill Noregs, og frá því sagt á Eyjunni í gær: http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/01/30/piratar-skilgreindir-i-hop-lydskrumsflokka-evropu/

 

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 20:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... brýtur gegn ...

Jón Valur Jensson, 31.1.2017 kl. 20:31

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vinn út frá NSDAP Manifesto annarsvegar, og Fascist Manifesto hinsvegar (nánast eins, nema þetta með gyðingana,) og svo má til hliðsjónar hafa hugmyndir Hobbes.  (sem enginn hefur lesið nema ég... skrýtið.)

En, já... ferlegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2017 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband