ca 1.6% af jarðarbúum eru dópistar

Sumir eru á dópi, aðrir hafa ekki aðgang að slíku.  Þá vegna þess að þeir búa í frumskógi þar sem hvíti maðurinn hefur ekki látið sjá sig enn, og þeir hafa ekki enn fundið ofskynjunarsveppi í grennd.

Skv internetinu eru jarðarbúar núna 6.775.235.741Þá ætti fjöldi dópista í heiminum að vera 108.403.772.  Það eru fleiri en búa í Þýskalandi og Skandinavíu samanlagt.  Finnland & Danmörk meðtalið.

Þá er ekkert óeðlilegt við það að það séu 16 milljónir að sprauta sig.

Ég ætla nú ekkert að halda niðri í mér andanum eftir að farið verði að fara með fíkla eins og sjúklinga en ekki glæpamenn.  Hvernig fór síðasta könnun?  83% á móti?  http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2010/11/25/vilja_ekki_logleida_kannabis/

(Kannabis, heróín, bananahýði... sama liðið eltist við þetta allt.)

Fyrsta skrefið í að leysa vandamálið, er að gera sér grein fyrir að vandamálið er annars eðlis en þú heldur að það sé.


mbl.is 16 milljónir sprautufíkla í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er samt töluvert minna heldur en að fólk vill stundum halda...

David (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 00:06

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott mál þetta að meðhöndla sjúklinga sem sjúklinga. Gott að fólk lokar ekki inni krabbameinssjúklinga og hýðir fólk með geðtruflanir. Berja það bara frískt, aðferðin.

Í frumskógum Norður Afríku er ofskynjunarefni sem heitir Iboagain og læknar hörðustu dópista á minna enn einum sólarhring.

Hef ég séð harðsvíraða heróínista breytast í fólk aftur með þessari aðferð, aftur og aftur, enn þessi aðferð er að sjálfsögðu bönnuð á öllum svæðum sem lyfjaríkin ráða yfir..

Hversu margir sprautufíklar eru til í heiminum segir nákvæmlega EKKERT um eityrlyfjavandamálið....

Og hvað Íslendingum finnst um kannabis reiknast ekki sem skoðun á því af viti né einu eða neinu máli í þessum bransa ... (www.leap.cc)

Óskar Arnórsson, 2.12.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband