Það er kynþáttahyggja í svo mörgu.

En eitt er merkilegt samt:

"Fyrir [Íslendingum] þýðir hugtakið „negri“ svartur Bandaríkjamaður."

Er það svo?  Eru þá negrarnir í Afríku allir svartir bandaríkjamenn?  Fólk, þetta er orð, orð sem einhverjir hafa ákveðið að er dónalegt.  Það var það ekkert alltaf.

Þetta er barnabók, krakkar fatta ekkert að "negri" er eitthvert dóna-orð fyrr en þeim er sagt það.  Þangað til eru þessir svörtu kallar bara einkennilega útlítandi.

"Margir „hvítir“ virðist líta svo á að kynþáttafordómar tilheyri fortíðinni,"

Fólk í öllum mögulegum litum virðist halda að einungis hvíti maðurinn geti verið kynþáttahyggjumaður.  Það er rangt.  Allir kynþættir, þjóðflokkar og ættbálkar eru með einhverja fordóma um allt og alla í kringum sig.

Vegna þess að þetta heimska Homo Sapiens pakk er allt eins.


mbl.is Kynþáttahyggja í Negrastrákunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Mér finnst þessi bók aðallega viðbjóður útaf myndunum í henni en krökkum er líklega alveg sama, halda bara að þetta séu einhverjar ómennskar skrípaverur sem kallast negrar. Það er ekki hægt að útskýra þessa bók fyrir þeim að neinu viti nema að vera með bullandi kynþáttabrenglun.

halkatla, 22.3.2012 kl. 07:08

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kannski var þessi bók gerð í upphafi fyrir negra, hefur einhver skoðað þetta út frá því...

Annars fyrir mér sem Íslending þá þýðir orðið negri það að um hörundsdökka manneskju sé að ræða og ekkert endilega frá Bandaríkjunum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.3.2012 kl. 08:12

3 identicon

Hmm.. sem svartur Íslendingur þá held ég nú að ég hafi aðeins meiri Innsýn í þetta mál. Þessi bók var til dæmis til á bókasafninu í grunnskólanum mínum og hún varð til þess að "10 litlir negrastrákar" varð að "telma litla negra stelpa".

Negri er notað í neikvæðu samhengi á Íslandi og það er algjör óþarfi að halda í þetta orð þegar það er augljóst að það veldur sársauka hjá ákveðnum þjóðfélagshóp. Sama þótt þér finnist þetta orð ekkert það slæmt þá er þetta orð orðið sem ég og fleiri höfum þurft að heyra síðan við fæddumst til þess að útskýra afhverju við erum ekki nógu góðir íslendingar eða ekki jafn íslensk og aðrir í kringum okkur.

Afhverju er ekki hægt að gera sér grein fyrir að það er hægt að nota önnur mun "political correct orð" yfir svertingja? Allt yrði brjálap ef við myndum byrja að nota orðið Júði yfir Gyðinga. Hver er munurinn?

Og krökkunum er ekki alveg sama, ekki þeim sem sjá að þetta sé greinilega staðalímyndin fyrir þeirra kynþátt. og það eru nú þegar nóg af dulnum kynþáttarfordómum á Íslandi og þessvegna finnst mér fáránlegt að halda í bæði þessa bók og þetta orð.

Telma Þöll Buabin (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 09:28

4 identicon

PC er kúgun og árás á tjáningarfrelsi. Þetta er sami múgurinn og sá sem brenndi kennarann á akureyri fyrir að mæla "hommi" þrisvar sinnum í spegil. Það nota allir auðveldasta orðið til að draga næstu manneskju niður. Ef þú ert ekki svört þá ertu með gleraugu, eða rauðherð, eða með fæðingarblett á ljótum stað. eða gerðir einhverntímann eitthvað asnalegt. Þetta ætti bara að herða þig, ef þú ert ekki of upptekin af því að vorkenna sjálfri þér. þá verðurðu stórbrotnari og skilningsríkari manneskja fyrir vikið, og ræður þetta fólk í að hreinsa ruslatunnurnar þínar þegar þú ert orðin eldri.

Perla (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 11:18

5 identicon

Gáfulegt skref, að skipta út negrum fyrir indjána, engir indjánar eftir til að kvarta.

Karl (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 11:20

6 identicon

Hvað sem ykkur finnst um boð og bönn almennt, þá er bókin frekar smekklaus. Það átta sig líka flestir á því hvaða skírskotun orðið negri hefur og ég myndi af tillitsemi ekki nota það í samræðum við svartan mann.

Ef þú segir að "þekka heimska homo sapiens pakk" sé allt eins, þá geturðu samt sem áður tekið persónulega afstöðu um að vera betri manneskja.

Danni (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 11:45

7 identicon

Þó svo að PC-hyggja fari stundum yfir strikið líkar mér ekki orðið negri. Í íslensku eru flest heiti hópa manna (þjóðir, trúarhópar, o.s.frv.) -menn, -verjar, -ingar, eða heiti myndað beint úr sérnafni sem hópurinn notar sjálfur (Rússar, Danir, múslimar). "Negri" fellur ekki inn í þetta munstur og hljómar frekar eins og heiti á dýrategund. "Svertingi" er eiginlega slæmt af sömu ástæðu því hópaheiti enda heldur ekki á -ingi (Reykvíkingi? Nei, -ingur). Þannig veita þessu orð svörtu fólki ekki þá virðingarstöðu að vera hópur *manna*, á lúmskan hátt.

Auðvitað byggir þessi bók og myndskreytingarnar á kynþáttahyggju! Að sumir Íslendingar hafi átt bágt með að samþykkja það segir okkur frekar að það þurfi að taka aðeins til í sjálfsímynd þessarar þjóðar og brjóta niður gamlar rómantískar hugmyndir.

Óskar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 16:43

8 identicon

Við erum að tala um barnabók og sama þótt einelti og stríðni herði fólk þá eigum við fullorðna fólki að vera aðeins gáfaðri og koma í veg fyrir svoleiðis. Þó svo að PC eigi ekki rétt á sér þá hljótum við að sjá að börn geta ekki alveg séð allar hliðar á málinu og það er ekki eins og foreldrar séu mjög duglegir yfirhöfuð að reyna að útskýra hluti fyrir börnunum sínum. Og c'mon .. fyrst að það var talað um að vera með gleraugu eða vera rauðhærður. Ekki yrðu þið sátt með að Bók sem myndi niðurlægja rauðhærða og fólk með gleraugu yrði varin útí eitt. Og Perla, ég er ekki að vorkenna sjálfri mér fyrir að vera svört. Ég vil bara alls ekki að aðrir svartir íslenskir krakkar lendi í því að finnast landið þeirra hafna þeim bara vegna litar. Ég veit að þú munt ekki lenda í því en ef þú hefur hjarta þá hlýturu að sjá að ekkert barn á það skilið.

Telma (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 19:42

9 identicon

Pólítísk rétthugsun er engann veginn nauðsynlega kúgun. Það er einfaldlega kurteisi, það að reyna að særa sem fæsta. Pólítísk rétthugsun felur ekki endilega í sér einhverja kúgun í gegnum lög eða yfirvöld. Það er bara það að ákveða, á persónulegu stigi, að vera ekki fífl þegar annað er í boði... og í hæsta falli að hvetja aðra til að vera sömuleiðis ekki fífl. Að berjast gegn hugmyndinni um að finna bestu og hentugustu leiðina til að orða hluti segir mun meira um ykkur en sjálfa hugmyndafræðina á bak við það.

http://s3.amazonaws.com/data.tumblr.com/tumblr_lxi6fpu2Gb1r3j6sgo1_1280.png?AWSAccessKeyId=AKIAJ6IHWSU3BX3X7X3Q&Expires=1332543636&Signature=4KsXeoB8wx5DuFvbXWKd3kg5xfw%3D

Þórður Tryggvason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband