Og þetta var ekki vitað fyrir?

Þetta var náttúrlega rökrétt niðurstaða miðað við gefnar upplýsingar, sem voru, þegar ég var að læra þetta:

Kvenfólk er fætt með sitt.
Karlmenn framleiða sitt stöff jafnóðum.

Öll lífræn vinnzla skerðist með aldrinum - krabbi verður td algengari eftir því sem fólk verður eldra.

Hér hefur stórfyrirtækið sem sagt vísindalega afsannað einhver hindurvitni sem ég vissi ekki af.


mbl.is Stökkbreytingar ráðast af föður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Það var hægt að spá fyrir um þetta, en stökkbreytitíðnin hafði ekki verið mæld áður.

T.d. að fjöldi stökkbreytinga eykst um 40 á milli tvítugs og fertugs, sem er 200% aukning.

Eldri rannsóknir sýndu að líkur á einhverfu aukast með aldri föður, og hér er komin staðfesting á því hvernig það getur gerst.

Það sem við vitum ekki, og decode er örugglega að kíkja á, er hvaða stökkbreytingar ýta undir einhverfu.

Arnar Pálsson, 23.8.2012 kl. 09:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já. Það að það yrðu fleiri stökkbreytingar finnst mér vera no-brainer.

Ég hef meiri áhuga á sjálfum stökkbreytingunum.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2012 kl. 09:37

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Var að lesa greinina. Þeir telja upp nokkrar breytingar, sem hafa afdrífarík áhrif á virkni prótína, og gætu tengst einhverfu.

Málið var bara það að rannsóknin miðaði að því að kanna stökkbreytihraðan, meta áhrifin og breytileika í þeim.

Mér sýnist sem fyrstu sýnin hafi ekki verið valin með áherslu á sérstakan sjúkdóm, en miðað við að þeir eru búnir að raðgreina 3000 manns, þá er viðbúið að fleiri niðurstöður fylgi í kjölfarið!

Arnar Pálsson, 23.8.2012 kl. 13:24

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll aftur Ásgrímur

Er núna búinn að lesa greinina almennilega og þarf að leiðrétta fyrri athugasemd mína.

Þeir skoðuðu aðallega fólk með einhverfu og geðklofa, sem og foreldra þeirra.

Ekki er marktækur munur á stökkbreytitíðninni milli þessara hópa!

Ítarlega rætt í  Svo mikið elskaði móðirin börn sín...

Arnar Pálsson, 23.8.2012 kl. 15:16

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já. Það sem ég fæ úr þessu, er að aukin tíðni einhverfu sé þá vegna þess að fólk er að fresta barneignum.

Meikar sens.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2012 kl. 07:59

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Sú ályktun er reyndar möguleg, þ.e. gögnin afsanna þá tilgátu ekki.

En þau sýna líka að fjöldi nýrra stökkbreytinga í einhverfum er ekki meiri en þeirra sem ekki teljast einhverfir. Þ.e. sumir eiga gamla feður, en eru ekki einhverfir!

Þetta getur verið hluti af svarinu við spurningunni um einhverfu, en rannsóknin staðfestir ekki að þetta sé veigamesti þátturinn.

Arnar Pálsson, 24.8.2012 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband