Fordæmi, fordæmi...

Brot á stjórnarskrá líka.

Og fyrst 101 annar útlendingur má eiga land, í algeru trássi við lög -stjórnarskrá, sko- af hverju þá ekki Núbó?

Bara eitt brot í viðbót, í langri röð.

Ég yppi bara öxlum.


mbl.is 101 jörð með erlent eignarhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Væntanlega eru þessar jarðir í eigu fólks sem eru þegnar ríkja sem eru í ESE. Við getum ekki mismunað þegnum innan ESE en þegnar utan ESE njóta ekki sömu réttinda.

Á þetta reyndi þegar kanadíski braskarinn keypti stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja af Orkuveitu Reykjavíkur. Hann komst upp með að stofna skúffurfyrirtæki í Svíþjóð. Hann borgaði með himinháu skuldabréfi en á mjög lágum vöxtum 1,5% sem Orkuveitan er að reyna að losa sig við enda að greiða sennilega 4-5 sinnum hærri vexti af sínum lánum.

Vona að þú áttir þig á þessu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2012 kl. 18:10

2 identicon

"Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteingaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi."

Annað er ekki um þetta í stjórnarskrá. Hún bannar ekki kaup útlendinga á neinu. Sem er stór undarlegt miðað við ofsafengna hræðslu Íslendinga við útlendinga.

sigkja (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 19:02

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nubo hefur ekki borgað þeim nóg.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2012 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband