Þetta lætur mann vissulega hugsa

"Þorgerður Katrín reynsluók ýmsum smábílum í haust áður en hún tók ákvörðun um hvern þeirra hún ætlaði að kaupa. Prius Plug-in varð fyrir valinu"

Og hvaða bílar voru *verri en* Prius?  Ég hef keyurt Prius, og fullt af öðrum bílum, gömlum og nýjum.  Og Prius er sá versti bíll sem ég hef keyrt.  2012 módel, það.

Sá bíll... er hægfara, svifaseinn, hávær með eindæmum þegar bensínhreyfillinn fer í gang, hastur, stýrið virðist fast við framhjólin með göldrum og tekur við sér þess vegna þegar það er búið að fara með viðeigandi töfraþulu, ekki fyrr. 

1995 Corollan mín sem er ekin meira en 240.000 km er betri bíll.

"það frábæra við Plug-in er það að hann lætur mann hugsa á öðrum nótum." 

Var LSD á stýrishjólinu? 

Vá, kellingin hafði efni á góðum bíl.  Það er úrval af þeim: Chevrolet Malibu, Mazda 6, Subaru Legacy, Skoda Octavia... svona til dæmis.  Henni stóð til boða skemmtilegri og ódýrari bíll, eins og Chevrolet Spark eða Hyundai i10.  En nei, hún ákvað að kaupa Prius.  Fyrir pening.

Ef hún vildi endilega rafbíl, því ekki Nissan Leaf?  Sá kemst frá RKV og eitthvað framhjá Hellu.  Sem er lengra en 20 KM. 


mbl.is Leikni og útsjónarsemi við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband