30.8.2019 | 21:02
Það eru slæmar fréttir
Í stað þess að fara með hefðbundna ræðu þá sagðist hún í upphafi erindis ætla að taka þá gríðarlega pólitísku áhættu að vera með glærusýningu.
Jafnvel Hitler hefði notað Power-point, hefði hann haft kost á því.
Í upphafi sagðist hún vilja velta fyrir sér spurningunni hvort það skipti máli að starfa innan lýðræðislegrar stjórnmálahreyfingar á tímum þar sem vantraust ríkti á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum.
Lýðræði og félagshyggja hafa aldrei átt samleið. Það fyrra kemur hinu seinna á, og svo er það búið, og alræði hefst. (Segja grískir heimspekingar.)
Við búum enn sem komið er við frekar slappt lýðræði...
Þess vegna skiptir máli að við stöndum með okkur sjálfum, þekkjum söguna, vitum hver við erum og hvaðan við komum.
Ég þekki söguna. Aðrir virðast ekki gera það. Í það minnsta ekki meðlimir VG.
Ég leitaði aftur í ályktanir landsfundar frá árinu 1999 og mér fannst magnað að sjá að VG var þá strax farin að álykta um loftslagsmál, sagði Katrín.
VG hafa alla tíð verið hálfvitar. Jafnvel áður en þeir gengu í dómsdagsklúbbinn.
Hún bætti því við að fyrstu lögin um loftslagsmál hefðu verið sett árið 2012 í tíð Svandísar Svavarsdóttur,
Þau mistök hafa aldrei verið leiðrétt.
Fyrir 20 árum ályktaði landsfundur VG einnig að nýir orkugjafar ættu að leysa innflutt eldsneyti af hólmi og nú erum við að innleiða áætlun um orkuskipti, sagði hún.
Á sama tíma er hún að reyna að hækka verð á rafmagni. Vel gert, eða hitt þó.
Frá upphafi höfum við haft algjöra sérstöðu með afstöðu [um herlaust land], sagði Katrín
Það er bara vegna þess að rangt lið tók landið í WW2.
En fyrstu lögin um fiskeldi hefðu ekki verið sett fyrr en árið 2008.
Fiskeldi til mikils vansa.
Þá fannst henni sérstaklega gaman að rifja upp ályktanir frá árinu 2005 um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og friðun Jökulsár á Fjöllum.
Það vantaði skattborgarann ekki.
Næst rifjaði hún upp landsfund frá árinu 2007 þar sem hreyfingin ályktaði um að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður í 14%.
Það kom mest niður á þeim sem hafa ekki efni á að fela peninginn á Tortola.
Hún spurði viðstadda hvort þeir vissu hvað skattprósentan væri í dag og ekki stóð á svörum úr salnum, 22%, heyrðist í viðstöddum. Hún benti á að fjármagnstekjuskattur hefði verið hækkaður tvisvar frá árinu 2007 og í bæði skiptin hefði VG verið í ríkisstjórn.
Kýldi meðlim VG í andlitið í dag, og fáðu orðu. Handsmíðaða af mér.
Þessi skattur er auðvitað viðkvæmt mál því þarna erum við að tala um skatttekjur af eignum og hagnaði, sagði hún og bætti við:
Skattur af eignum: eignaupptaka.
Og fólk heldur að Lalli Johns sé glæpamaður.
Á landsfundi 2017 var ályktað að hætt yrði við áform um að selja orku til útlanda með sæstreng.
Ef einhver borgar henni persónulega nóg, amþykkir hún það.
Við höfum talað skýrt í þessu máli frá upphafi. Ástæðan er sá þrýstingur sem slíkur sæstrengur myndi setja á miklu fleiri virkjanir á Íslandi og þar voru náttúruverndarsjónarmið höfð að leiðarljósi, sagði Katrín.
En ekki atvinnuleysi og fátækt?
Hún sagði að fólk hefði áhyggjur af því að einstaklingar sem keyptu eignarlönd væru um leið að eignast vatnsréttindi.
... hvað?
"En höldum okkur við staðreyndir og tökum umræðuna alvarlega, bætti Katrín við.
That'll be the day...
Vinstrihreyfingin mun þora, geta og gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.