Lögum þennan texta aðeins

Óeirðir hafa geisað í Portland í Oregon-fylki í Bandaríkjunum í 53 sólarhringa. Víða hafa verið óeirðir í Bandaríkjunum á síðustu vikum, en þótt óeirðir hafa minnkað í mörgum borgum, eru óeirðirnar í Portland enn með þeim umfangsmestu í landinu og hatrömm átök hafa komið upp á milli óeirðaseggja og lögreglu.

Óeirðaseggir krefjast þess að löggæsla verði lögð af í landinu. Friðsælar kröfugöngur Black Lives Matter hreyfingarinnar eru löngu liðin tíð.

Greint var frá því í síðustu viku að lögreglumenn í ómerktum bílum hafi handtekið mótmælendur í borginni, fyrir að hafa reynt að kveikja í alríkisbyggingunni í Portland, en hún er hvorki eign Portland né Oregon, heldur alríkisins.

Þá hafa alríkislögreglumenn notað táragas og gúmmíkúlur á óeirðaseggina, en atferli löggæsluliða hefur valdið yfirvöldum í borginni, sem og í fylkinu, áhyggjum.

Ted Wheeler, borgarstjóri Portland hefur sagt um þá hundraði alríkislögreglumanna sem sendir hafa verið á vettvang í borginni að „návist þeirra valdi í raun meira ofbeldi og meiri skemmdum.“ Hann hefur þá  lýst því yfir  að borgaryfirvöld kæri sig ekki um viðveru þeirra, og vilji að þeir yfirgefi borgina. Í viðtali við CNN  um helgina sagði Wheeler að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ekki aðeins ólöglegar, heldur stofni þær lífum borgarbúa í hættu. 

Í síðustu viku sakaði Kate Brown, fylkisstjóri í Oregon-fylki, alríkislögreglumenn um „blygðunarlausa valdbeitingu,“ og að vera þeirra í borginni sé lítið annað en „pólitískt leikhús“ af hálfu ríkisstjórnar Donalds Trump.

Bandarísk yfirvöld hafa verið harðorð í garð óeirðaseggjanna, og hefur forsetinn varið aðgerðir alríkislögreglunnar í Portland. Um helgina tísti hann að ríkisstjórnin sé „ að reyna að hjálpa Portland, ekki skaða hana.“ Þá hafi borgaryfirvöld misst stjórn á mótmælendum, sem hann kallar anarkista og óreiðuvalda.

„Portland var algjörlega stjórnlaus, svo [lögreglan] fór inn, og ég reikna með að margir séu núna í fangelsi,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í síðustu viku. „Við höfum ráðið niðurlögum þeirra, og ef þau byrja aftur munum við gera það aftur auðveldlega.“

Chad Wolf, framkvæmdarstjóri innanríkisöryggismála hefur þá kallað óeirðaseggi í Portland „öfgafullan múg.“

Óeirðirnar í Portland hafa mestmegnis farið fram í nágrenni við Mark O. Hatfield dómshúsið í miðborg Portland, en óeirðaseggir hafa tekið upp á því að skjóta upp flugeldum, kasta flöskum og dósum að lögreglu, og krota á veggi, meðal annars veggi dómshússins.

Alríkisverndarþjónusta Bandaríkjanna (Federal Protective Service) er ríkisstofnun sem hefur m.a. þann tilgang að vernda opinberar byggingar, t.d. dómshús. Þjónustan heyrir undir innanríkisöryggismáladeild ríkisins (Department of Homeland Security), og hefur þess vegna aðgang að alríkislögreglumönnum sem gegna öryggisstörfum í dómshúsum og öðrum opinberum byggingum.

Í viðtali við NPR  sagði starfandi aðstoðarframkvæmdarstjóri innanríkisöryggismála, Ken Cuccinelli, að óeirðirnar í Portland hafi yfirþyrmt alríkisverndarþjónustuna, sem þess vegna þegið aðstoð tolla- og landamæraverndar Bandaríkjanna (United States Customs and Boarder Protection), og innflytjenda- og tollgæslunnar (Immigration and Customs Enforcement) til að ráða betur við óeirðaseggina.

... osfrv...

Dómsmálaráðherra Oregon-fylkis hefur lagt fram kæru á hendur alríkisstjórnarinnar, fyrir brot á fyrsta viðauka stjórnarskráarinnar, samkomuréttinum, (Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof; or abridging the freedom of speech, or of the press; or the right of the people peaceably to assemble, and to petition the Government for a redress of grievances ) auk fjórða (he right of the people to be secure in their persons, houses, papers, and effects,[a]  against unreasonable searches and seizures, shall not be violated, and no Warrants shall issue, but upon probable cause, supported by Oath or affirmation, and particularly describing the place to be searched, and the persons or things to be seized. ) og fimmta (No person shall be held to answer for a capital, or otherwise infamous crime, unless on a presentment or indictment of a Grand Jury, except in cases arising in the land or naval forces, or in the Militia, when in actual service in time of War or public danger; nor shall any person be subject for the same offence to be twice put in jeopardy of life or limb; nor shall be compelled in any criminal case to be a witness against himself, nor be deprived of life, liberty, or property, without due process of law; nor shall private property be taken for public use, without just compensation. ) viðauka stjórnarskráarinnar

Kæran snýr að ólögmætri handtöku mótmælenda í Portland, og skort á sanngjarnri málsmeðferð.

***

Betra.  Athugið: þegar verið er að kasta grjóti eða öðrum hlutum og kveikja í, þá eru það ekki "mótmæli" heldur óeirðir.

Ekki skil ég hvers vegna yfirvöld í Portland eða í Oregon almennt vilja hafa stanslausar óeirðir, grunar mig helst að það sé eitthvað klikkað fólk.

Af youtube síðu Andy Ngo:

og meira af Reuters:

Lítur ekki gáfulega út.

 


mbl.is Hatrömm átök í Portland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er eftirtektarvert, er að Morgunblaðið skuli draga taum fasistanna í Antifa og BLM sem ásamt Demókrataflokknum standa fyrir óeirðunum. Ekki skil ég hvernig Davíð Oddson sættir sig við að hafa svona blaðamenn ráðna á Mogganum.

Fasistarnir í Antifa og BLM eru á launaskrá hjá George Soros. Í frétt eftir frétt hefur mbl.is verið að vitna í amerísku lygapressuna í staðinn fyrir að greina rétt frá. Að mínu áliti var rétt að handtaka alla sem tóku þátt og hreinlega skjóta þá sem voru vopnaðir.

Óeirðirnar hafa ekkert með dauða glæpamannsins George Floyd að gera, þetta er bara villimennska. Þetta eru ekki mótmæli heldur skrílslæti ofbeldisseggja.

Þú spyrð: "Ekki skil ég hvers vegna yfirvöld í Portland eða í Oregon almennt vilja hafa stanslausar óeirðir, grunar mig helst að það sé eitthvað klikkað fólk." Portland er stjórnað af rasistaflokknum Democrats og markmiðið er að kenna Trump um þetta allt.

En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Trump mun vinna stórsigur í nóvember. Það er ekkert að marka hlutdrægu bullskoðanakannanirnar sem hafa verið birtar í vinstripressunni.

Stefán (IP-tala skráð) 20.7.2020 kl. 22:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á Vísi þýða þeir gagnrýnislaust úr CNN.

Þetta virðist að einhverju leiti vera leti, að einhverju leiti hugsunarleysi.  Sem er í þessu tilfelli vanhæfni.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2020 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband