Gamall lénsherra dauður úr elli

Röðin er að koma að Kastró.

Hvað um það.  Eins og allir aðrir einræðisherrar sem ég man eftir þá hefur þessi látið drepa slatta af fólki.  Ekki get ég sagt hann hafi verið mjög afkastamikill í því.  Það gæti verið vegna þess að hann var lénsherra, en ekki kommúnisti.

Lénsherrar stjórna bara með hernum.  Það heitir víst "sýnileg löggæzla" nú-orðið.  Þegar menn eru með nógu sýnilega löggæzlu þá er fólkið til friðs að miklu leiti, og skiftir þá litlu hvort fólkið er hrifið af valdamönnum eða ekki.

Það er reyndar bara betra ef það koma upp óeirðir öðru hvoru, því í óeirðum deyr fólk og það verður eignatjón, sem sumum þykir verra, og þá getur löggæzlan líka orðið sýnilegri og minnt á mikilvægi sitt með því að berjast við þá hópa sem eru með uppsteit.  Í Indónesíu voru það Kommúnistar.

Kommúnistar hugsa þetta öðruvísi.  Í kommúnustaríkjum á bara að vera friður.  Allir eiga bara að vera sáttir, og allir eiga bara að vera eins.  Þess vegna byrja þeir alltaf á að myrða alla sem gætu hugsanlega verið til vandræða.  Þá hefði hann slátrað minnt 10% af öllum á svæðinu.

Svo íbúar indónesíu geta þakkað fyrir að maðurinn var ekki kommi, á meðan þeir bölva því að hann var fasisti.


mbl.is Suharto látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

"Eins og allir aðrir einræðisherrar sem ég man eftir þá hefur þessi látið drepa slatta af fólki.  Ekki get ég sagt hann hafi verið mjög afkastamikill í því..."

Ha, ekki afkastamikill? Þér finnst þá lítið til koma fjöldamorðanna í Rúanda er það ekki, því þeir voru minna en hálfdrættingar á við Suharto klíkuna. Væri ekki ráð að kynna sér málin áður en þú slærð svona dellu fram. Þegar Suharto komst til valda í valdaráni hersins lét hann drepa allt að 1 1/2 milljón manna. Tölurnar sem nefndar eru eru allt frá 500.000 einstaklingar til 1.500.000 einstaklingar. Síðan voru þriðjungur íbúa drepnir á Austur Tímor í kjölfar árásinnar þar, um 200.000 einstaklingar. Í þessum tölum eru ekki taldar þær þúsundir pólitískra fanga sem drepnir voru á valdaferli Suharto. En eins og þú nefnir var Suharto ekki afkastamikill er það, bara svona á svipuðu slóðum og Rauðu Kmerarnir í Kambódíu.

Guðmundur Auðunsson, 28.1.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á 32 árum.

Sem þýðir að þessi gæi var ekkert spes.  Í Rwanda slátruðu þeir 1/4-1/3 af öllum.  Það var mjög tilkomumikið.  (og mikið svindl að leyfa hinum hópnum ekki að hefna sín, ég er viss um að það kraumar enn í þeim). 

Þessi gæi hafði aðgang að 300.000.000 manns, en náði aldrei að kála nema 1/2 prósenti af þeim.  Sem er lélegt fyrir mann með aðgang að her.

Ef þú hefur áhuga á afköstum, þá eru Khmerarnir aðal mennirnir.  Svo koma Kínverjar, svo Rússar, og hverjir svo?  Hitler & có náðu ágætis árangri.

Við erum að gleyma einhverju.... Indíánum!  Og indverjum. 

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Reyndar eru íbúar Indónesíu um 200 milljónir. Honum tókst þó að drepa 1/3 af íbúum Austur Tímor, sem er frekar "hraustlega gert", ekki satt?

Guðmundur Auðunsson, 31.1.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jú, það var svolítið töff, en þetta var samt allt unnið á 30 árum, og með her.  Hann hefði getað sálgað 20% af þjóðinni eins og Khmerarnir.

Hvar er hann þá á listanum?  Fyrir ofan Pinochet, en fyrir neðan Hitler.  Hann er líka fyrir neðan Rwanda-búa, Tyrki og nokkra fleiri sem ég nenni ekki að ryfja upp.

Hann er ekki nema rétt í meðallagi grimmur.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband