Af hverju þarf Ríkið lán?

Peningarnir hafa flætt inn undanfarið, hraðar en áður.  Þeim hlýtur þá væntanlega að hafa verið eytt hraðar en áður.  Þar hlýtur að vera um að kenna bruðli í þeim sem ölu ráða.  Voru þeir ekki að leika sér um daginn á einhverri þotu?

Já, skattféð er semsagt að fara í eitthvað rugl.

Annars er merkilegt að fylgjast með, að allar verðhækkanir undanfarið væri hægt að demap umtalsvert af Ríkinu.  Fóðurverð til dæmis; hvað eru háir tollar á fóðri?  Eldsneyti - af því hirðir Ríkið helminginn.  Allt þetta kýlir upp verðbólguna.

Já, og stýrivextirnir - þeir gera fólki sem er að greiða af lánum mjög erfitt fyrir, sem aftur eykur á verðbólguna.

Allt þetta endar nefnilega í verðlaginu: eldsneyti fer í að hreyfa brauð, fóður fer í að ala kjöt, vextir fara í þak yfir höfuðið.  Líka fyrir sjoppueigendur.

Svo, ef Ríkisbubbarnir gætu hætt að leika sér að þotunum, og hætt að múta sér leið inn í öryggis-klúbbinn, og að endurskipuleggja vatnsmýrina og öllu slíku veseni sem enginn byður um, þá ættu þeir nægan pening til að greiða upp skuldir og lækka álögur á allt þetta stöff sem er að hækka og þar með auka á verðbólguna.

En nei, það á að taka eitthvað lán, og S & P sér að það eru vankantar á rekstrinum.  En skrýtið. 


mbl.is Standard & Poor’s tekur lánshæfi ríkissjóðs til athugunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband