5.5.2008 | 13:38
Mótorhjól er ekki bíll
Þau hegða sér öðruvísi á götunni.
Svo fara menn af stað á þessu eftir veturinn, orðnir vanir bílnum sínum, og því fer sem fer.
Ég tek eftir að enginn mynnist á þau fjölmörgu tilfelli þar sem hjólin fara á hliðina kyrrstæð. Það kemur fyrir alla einhverntíma, skilst mér. Getur verið mikið tjón. Og vandræðalegt.
Flest bifhjólaslys í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég veit að margir verða ekki sáttir við það sem ég ætla að segja en ég segi það samt :) Þeir þurfa bara að herða kennsluna á mótorhjólum og bílum þarna á klakanum! Ég tók bílprófið mitt á klakanum og er núna síðustu vikurnar búin að vera að taka mótorhjólaökuprófið hérna í Danmörku. Þeir eru miklu betri að kenna hérna, miklu kröfuharðari og allt svona sem skilar sér síðan auðvitað í umferðina.
Þegar að ég hugsa til verklega prófsins míns þá veit ég ekki hvort að ég á að gráta eða hlæja það var svo auðvelt vegna þess að það var ekki reynt á neitt. Keyrt örstuttan spöl, prufað að leggja á einhverjum stað, stoppað í brekku og tekið af stað. Búið...staðist! Tók örfáar mín. Það er að sjálfsögðu ekki gott að þetta sé svona auðvelt...Auðvitað vill maður fá ökuleyfið sem auðveldast en ég vil nu líka vita af því að þeir sem eru í umferðinni með mér hafi þurft að hafa eitthvað fyrir því að fá bílprófið og viti hvað þeir eru að gera.
Iris (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:30
Það er greinilegt að einhverjir þarna úti sem hafa bifhjólapróf hafa bara alls ekki verið að hlusta á kennarana þegar þeir lærðu á hjólin því um helgina lenti ég í því á Sæbrautinni að ég var fremsti bíll stopp hægra megin á ljósum. Það var bíll við hliðina á mér en engir fyrir aftan þegar það kemur hrúga af bifhjólum og tvö þeirra fara á milli okkar og koma sér fyrir framan mig. Ég hélt að um þá giltu sömu reglur og önnur farartæki í umferðinni. Til hvers er stöðvunarlínan og af hverju í ósköpunum halda þeir að það séu tvær akreinar þegar þeir pota sér á milli bíla sem eru stopp?
Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:03
Já. Svo er verið að segja við okkur: horfðu tvisvar - ef það er mótorhjól. Allt í lagi, fínt. En sumt fólk sér ekki bíla heldur.
Það er mikið af fólki úti í umferðinni sem hefur bara ekkert með að vera þar; blint fólk bæði og heyrnarlaust. Svo er þetta lið röflandi í símann. Það er ekkert ökukennzlu að kenna, það er uppeldið. Og sambland af heimsku og virðingarleysi - og tímaleysi. Sem er óþolandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.5.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.