Tungl safarí

Hvenær fer einhver með svona arctic trukk til tunglsins?  Þar er fullt af svona gígum sem ég er viss um að er feikna stuð að torfærast um í.

Annars er þetta áhugaverð græja að öðru leiti: gengur fyrir sykri.  Sem fær mig strax til að hugsa hvaðan þeir ná í súrefni - kveikja þeir bara beint í sykrinum, eða er lítið gashylki þarna einhversstaðar sem dælir sífellt á sykurinn hreinu O2?

Um daginn var líka frétt þar sem menn voru að sprengja með salti.  Hmm...

Einusinni þegar ég var yngri hitaði ég pipar á hellu.  Úr því varð táragas.  Svo hitaði ég salt.  það poppaði - meikar sens.

En ef ég hefði blandað salti og sykri?

Sveppský? 


mbl.is Eldflaug skotið á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu , prófaðu frekar saltpétur og sykur, þá ertu kominn með blönduna sem er um borð í flauginni. Saltpéturinn er í raun oxarinn og því þarf ekki utan að komandi súrefni.

Haraldur (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já... áhugavert.  Það er góð reyksprengja, reyndar.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband