Reiðhjólamaðurinn

Jónas var reiðhjólamaður.  Í hvert sinn sem olían hækkaði hló hann að ríku köllunum á landcruiser jeppunum sínum.

Ha-ha-ha, hló Jónas.

Svo fór Jónas út í búð til að kaupa sykurlaust diet-vatn.  Og Jónas varð fyrir miklu áfalli er hann komst að því að diet-vatnið hans hafði hækkað í verði.  Honum hafði láðst að athuga að vatnið var keyrt í sjoppuna á bensínbílum, þaðan sem því var tappað á plastflöskur - sem eru einmitt búnar til úr olíu.  Að auki þurftupokadýrin nú hærri laun til að lifa af.

En Jónas vissi ekkert um þetta.

Jónas ákvað að hér eftir myndi hann ekki borga okur-kapítalistum eina krónu.  Svo hann fór að drekka kranavatn.  Og hann ákvað líka að rækta sinn eigin mat, svo hann fékk sér kú, nokkrar rollur og slatta af hænum.  Hann ræktaði líka akur.  Og hann sleppti hitaveitunni, sem fór hækkandi í takt við verðbólgu, og hætti að nota rafmagn af sömu ástæðu.

Og Jónas hló alveg þartil hann komst að því að útsvar fylgdi verðbólgu líka.  Og varahlutir á reiðhjólið hans.  Og reiðhjól.

Svo Jónas henti reiðhjólinu, og fór á hestinum sínum út á land.  Þar fann hann helli, stutt frá bóndabæ, þaðan sem hann rændi sauðum til matar, og lifði að öðru leiti á hundasúrum.  Þetta líf entist í svona mánuð, en þá komst bóndinn að öllu saman og sigaði Gas-manninum á hann.

Þannig gat Jónas loks lifað frítt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband