14.6.2008 | 09:33
Ekki rétt -
Árni Johnsen kallar mig barnalega fyrir að vilja vernda náttúruna.
Ég man ekki eftir því - og þó las ég bréfið hans.
Skrýtið því mér finnst einmitt hálfbarnalegt að þegar allur heimurinn er á tánum yfir því að næstu 50-100 árin muni gróðurhúsaáhrif jafnvel farga mannkyninu, þá hækkum við koltvísýringslosun Íslands upp í 17 tonn á hvern einstakling, sem setur okkur í þriðja sæti í heiminum, á eftir Ástralíu og Bandaríkjunum.
Það er ekki barnalegt, það er iðnaður. Við þurfum iðnað. Ekki veit ég hvað við myndum gera án iðnaðar. Iðnaður býr til allskyns lofttegundir, það er óhjákvæmilegt.
Og auðvitað eigum við að vera í fyrsta sæti.
Barnalegt að hækka koltvísýringslosun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ísland Best í Heimi !
Er það ekki að vera númer eitt, #1, numbero uno, Nummer ein. Er ekki málið að hækka þetta aðeins meira, það getur ekki verið "það" mikið á milli okkar og Ástralíu eða Bandaríkjanna :)
Jóhannes H (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:38
Ég ætla að fara út og kveikja á kolagrilli til að standa undir nafni sem Ofur-mengari. Það þarf einhver að kolefnisjafna þessi tré sem er alltaf verið að planta.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.6.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.