Mikilvægir partar:

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var hringt í Kaupþing í London fyrir kl. 7 í gærmorgun og bankinn krafinn um 300 milljóna punda greiðslu fyrir kl. 9 um morguninn, og jafnframt var honum greint frá því að innan tíu daga yrði Kaupþing í Bretlandi að reiða fram 2,3 milljarða punda, sem er jafnhá upphæð og öll innlán dótturfyrirtækisins.

„Við vorum ekki í vanskilum, vorum með nægt laust fé og góða eignastöðu. En fyrirtækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi og við gátum ekkert gert,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins á tólfta tímanum í gærkvöld.

?!?!?

Kaupþingsmenn eru sannfærðir um að Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, hafi í máli sínu í gærmorgun verið að vísa til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, þegar hann greindi frá því að Íslendingar ætluðu ekki að borga. „They are not going to pay!“ sagði ráðherrann. Telja þeir að þessi túlkun fjármálaráðherrans á orðum seðlabankastjóra, með skírskotun til tryggingagreiðslna vegna Icesave-innlánsreikninganna, hafi riðið baggamuninn og allt traust erlendra lánardrottna hafi beinlínis gufað upp á augabragði.

Hann hefði getað einangrað vandann.  En nei...  Í stað þess að yfirtaka einn banka þar sem stundað er kreatíft bókhald, þá er grafið undan öllum.

Ja hérna.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Neibb.  Þetta er kapitalismi in action.

Það er náttúrulegur tendens - lestu þér til um atferlisfræði, hegðun hryggdýra, og þú munt sjá hvað er í gangi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband