Hvað kostar metanól?

Ég veit að framleiðzlukostnaðurinn er meiri en af bensíni - en sökum ofurtolla, skatta og skatta á skatta og tolla af sköttunum, þá er bensínverð til neitanda ekkert í neinum takti við raunverð, svo það skiftir engu máli - spurningin er bara: mun þetta kosta neytandann minna?

Held ekki.  Það er ekki þannig sem hlutirnir eru gerðir hérna.


mbl.is Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það sem skiptir höfuðmáli er að þetta myndi minnka innflutning og þannig styrkja gengið ásamt því að auka losunarmöguleika okkar og því skapa aukna atvinnu bæði við verksmiðjurnar sem og við þær verksmiðjur sem þá má byggja í staðin eða komast hjá að loka.

Héðinn Björnsson, 5.6.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Betra fyrir þjóðhaginn og okkur öll á endanum. Stjórnvöld mættu alveg reyna að minnka kostnað við neytendur til að flýta fyrir því að almenningur tæki upp notkun á metanolinu.

Sólveig Klara Káradóttir, 5.6.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alveg er mér skítsama um "losunarmöguleika."  Það mál hefði átt að hunsa frá upphafi, það er bara annar baggi á okkur að bera, baggi sem við þurfum ekki.

Fyrir þjóðarhag er þetta náttúrlega betra - en þessu verður, eins og öðru, klúðrað fyrir okkur.  Vel og illþyrmilega.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.6.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband