Hér er bara hálfsögð saga, ef svo mikið

Hvers vegna var gaurinn með 3 byssur á sér, ef hann ætlaði bara að skjóta þennan eina mann?  Var hann hræddur um að ein klikkaði?

Hvers vegna hafði hann ekki uppá þessum manni í einrúmi, til að plaffa á hann þar?  Var nauðsynlegt að gera þetta á almannafæri?

Af hverju skaut maðurinn þriðja aðila?  Af slysni?  Viljandi?  Bara til að tékka hvort byssan virkaði ekki örugglega?

Stundum heyrir maður af gaurum sem mæta með alvæpni einhversstaðar, og láta svo nægja að skjóta bara niður einn mann eða tvo.  Þá spyr maður sig: hvað kemur til?

Hér er ekki verið að segja okkur nema lítinn hluta af sögunni.


mbl.is Skotárás í verslunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikill léttir

Vetur er ekki mín uppáhalds árstíð.


mbl.is Jörðin hlýnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru það þá ekki öfga-öfgar?

Er þá kannski hægt að vera hófsamur öfgamaður?

Öfga­full­ar hug­mynd­ir Rík­is íslams eiga í aukn­um mæli upp á pall­borðið hjá ung­um og varn­ar­laus­um mús­lím­um í Kaup­manna­höfn

... Og þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið í næstum viku.

Segið endilega, hvernig eru þeir svona varnarlausir?

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá starfs­fólki Fjöl­breyti­leika­stofn­un­ar

Uh... fjölbreytileikastofnun?  WTF?

...sjást auk­in merki um öfg­ar hjá ungu fólki vegna stíg­andi í alþjóðleg­um deil­um

... ha?

Árið 2014 hafði Kaup­manna­hafn­ar­borg 60 mál til meðferðar sem sneru að ung­um Kaup­manna­hafn­ar­bú­um

Eða: Árið 2014 hafði Kaup­manna­hafn­ar­borg mál 60 ung­ra Kaup­manna­hafn­ar­bú­a til meðferðar.

Betri stíll.

Töl­urn­ar ná yfir nokk­ur til­felli af öfg­um tengd­um þjóðern­is­hyggju

... aftur: ha?

Í 26 til­fell­anna hafði unga fólkið ým­ist verið hvatt til þess að fara til her­búða öfga­manna í Sýr­landi og Írak eða var á leið þangað þá þegar.

Og af hverju var þeim ekki leyft að fara?  Það hefði jafnvel verið flott múv að borga fyrir þá farið.

Og neita svo að taka við þeim aftur.

Fjöl­breyti­leika­stofn­un­in ein­beit­ir sér að því að auka at­vinnu­mögu­leika og mennt­un ungs fólks í áhættu­hóp­um

Ég skynja að eitthvað er rotið í Danavledi, fyrst einhvr stofnun þarf að vera að potast í þessu.

Ímaminn Fatih Alev [...] Seg­ir [...] að lærðir og hóf­sam­ir íma­mar séu virk­ir í að leiðrétta þá röngu mynd af íslam sem öfga­hóp­ar gefa ungu fólki.

Sú mynd er ekki í raun röng, strangt til tekið.  Bókstafstrú er alltaf bókstafstrú.

Minnst 110 manns hafa farið frá Dan­mörku til Sýr­lands eða Íraks til þess að berj­ast með öfga­hóp­um og 16 eru tald­ir af.

Þeir skulu nú læra af Frökkum og Belgum, og gera eins og Bretar.

Meiri­hluti danskra þing­manna vill að hægt sé að dæma fólk sem held­ur utan í þess­um er­inda­gjörðum fyr­ir föður­lands­svik. „Ef maður ferðast frá Dan­mörku og geng­ur til liðs við Ríki íslams og berst gegn dönsk­um her­mönn­um...

Hversu margir danskir hermenn eru eiginlega að þvælast í Írak?

„Þess vegna er ekk­ert sem bend­ir til þess að aft­ur­köll­un vega­bréfa og lok­un evr­ópskra landa­mæra hefði hindrað þau hræðilegu hryðju­verk sem fram­in voru gegn Charlie Hebdo eða gíslatök­urn­ar sem fylgdu í kjöl­farið,“ seg­ir Lars.

Rétt.  Nauðungaflutningur á mitt átakasvæði hefði gert það.

„Frönsk yf­ir­völld hefðu hins­veg­ar ör­ugg­lega getað hindrað bæði hryðju­verk­in í Par­ís og árás­ina á safnið í Brus­sel í maí 2014 ef þeir hefðu haft þekkta öfga­hópa og -ein­stak­linga í Frakklandi í brenni­depli.

Þeir gerðu það.  Þeir bara... gerðu ekkert í því.

Eins og segir í auglýsingunni: ekki gera ekki neitt. 


mbl.is Öfgar aukast í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir gera þetta svona í Belgíu...

Þeir eru ekkert að bíða eftir að grunsamlegu gaurarnir sem voru í fríi á Sýrlandi geri eitthvað að fyrra bragði, heldur banka bara uppá til að spjalla við þá.  

„Hinir grunuðu hófu þegar í stað að skjóta með hernaðar­vopn­um og skamm­byss­um á al­rík­is­lög­regl­una og stóð það yfir í nokkr­ar mín­út­ur áður en þeir voru tekn­ir úr um­ferð,“ sagði Van der Sypt.

Hmm...

Af BBC:

"The suspects immediately and for several minutes opened fire with military weaponry and handguns on the special units of the federal police before they were neutralised," he said.

Whatvever that is...

Ég sé þá fyrir mér bakvið sófa með Howitzer...

Vitni segj­ast hafa heyrt há­væra skot­hvelli í nokkr­ar mín­út­ur og þá heyrðust a.m.k. þrjár spreng­ing­ar. 

Það var Howitzerinn.

Nú er bara spurningin: hvenær byrjar mission creepið?  (http://en.wikipedia.org/wiki/Mission_creep)


mbl.is Hugðust fremja hryðjuverk í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég fá eina?

Allir þurfa vélbyssu, á þessum síðustu og verstu.

Það er ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa að bíða í lágmark korter eftir backöpp...


mbl.is Vélbyssurnar eru enn í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkar eru skrítnir

Þeir mega ekki vera vopnaðir til þess að verja hendur sínar, en það má taka þá fasta fyrir að tjá skoðanir?

Hvert fór frelsið, jafnréttið og bræðralagið?


mbl.is Dæmdir fyrir að sýna samkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað.

Eng­in leið er að hindra með öllu að hryðju­verka­árás­ir, líkt og sú sem átti sér stað í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, í síðustu viku, geti átt sér stað.

Það hefur verið vitað síðan alltaf.  Hryðjuverk eru ekkert nýtt fyrirbæri.

Kercho­ve, [...] sagði lausn­ina ekki vera að setja alla í fang­elsi sem sneru heim frá Sýr­landi og Írak eft­ir að hafa bar­ist þar með hreyf­ing­um íslam­ista. Þar með yrðu fang­elsi aðeins vett­vang­ur sem nýtt­ur yrði til frek­ari út­breiðslu öfga­sinnaðra skoðana. 

Sendið þá þá bara aftur til Sýrlands.  Auðvelt, einfalt, ódýrt.

Kercho­ve minnti á vilja hryðju­verka­sam­tak­anna Ríki íslams til að ráðast á vest­ræn skot­mörk.

Ég leyfi me´r að efast um getu þeirra til þes, en whatever.

Á sama tíma vildu hryðju­verka­sam­tök­in al-Kaída und­ir­strika að enn væri full ástæða til þess að taka þau al­var­lega.

Þeir eru, og voru alltaf alvöru.

Þannig væri vitað að al-Kaída í Sýr­landi væri á hött­un­um eft­ir fólki frá Evr­ópu­ríkj­um sem ekki væri hægt að tengja við öfg­ar til þess að standa að árás­um í Evr­ópu.

Það hlýtur að vera sjaldgæft fólk.  Það er ekki beint heilbrigðasta og besta liðið sem æðir til Sýrlands til að taka af lífi fólk sem er A: ekki múslimar, eða B: múslima sem eru ekki í réttum trúflokk.


mbl.is Frekari árásir fyrirhugaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að maðurinn spyrji

Hann hefur greinilega verið að fylgjast með.


mbl.is Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svo öfgafullt við þá?

Skoðum hvað MBL segir:

Í stefnu­skrá Peg­ida í Þýskalandi, sem birt var í des­em­ber, seg­ir að um sé að ræða grasrót­ar­hreyf­ingu, sem hafði það mark­mið að vernda kristi­leg gildi.

Ok...

Hvatt er til umb­urðarlynd­is gagn­vart múslim­um sem hafi „aðlag­ast“

Vá, hard core, maður!

um leið og lýst er yfir and­stöðu við „kven­hat­ur og of­beldi í hug­mynda­fræði“ íslam­ista.

Og það eru öfgar?  Hvernig?

Þar er spjót­um beint gegn „lygn­um fjöl­miðlum“, „póli­tísk­um valda­stétt­um“ og „fjöl­menn­ing­ar­hyggju“.

Það má.  Það er ekki PC, en það er göfugt.

And­stæðing­ar sam­tak­anna segja að þau noti lítt dul­bú­inn mál­flutn­ing nýnas­ista

Sem er...?

Af facebook PEGIDA:

PEGIDA á Íslandi. Samtök fólks gegn islamvæðingu Evrópu. Við munum birta hér fréttatengt efni frá viðurkenndum erlendum fréttaveitum sem tengist innreið og uppgang islam í Evrópu. Fréttatengt efni sem fjölmiðlar á Íslandi birta ekki bæði til þöggunar og vegna pólitísks rétttrúnaðar.

Ég hef séð verra.

 


mbl.is Öfgahreyfing komin til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta mun kosta þá peninga sem þeir eiga ekki

Og það litla frelsi sem eftir var.

Way to go, fransmenn.


mbl.is Munum finna fyrir hertum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband