Hvers fjölgar meðal rotta?

Nú... rottum fjölgar.  Innan um rottur.

Hélt eitt augnablik að eitthver önnur kvikyndi væru þarna innan um, en svo reyndist ekki vera. 


mbl.is Fjölgun meðal rotta í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru viðurlögin við því að koma í veg fyrir fjöldamorð?

Ég var að lesa "Frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum, nr. 16/1998, osfrv..." og þar er athugasemdakafli sem er allur hinn furðulegasti:

"Frá því að nefndin skilaði frumvarpi til nýrra vopnalaga urðu voveiflegir atburðir í Noregi þar sem sprengt var í miðborg Osló og í kjölfarið voru framin fjöldamorð í eynni Útey í Buskerud. Við voðaverkin var m.a. notast við mikið magn sprengiefnis og hálfsjálfvirk skotvopn. "

Já.  Það var einmitt þegar gaurinn Breivik drap allt þetta fólk, og engum datt í hug að skjóta á hann á móti. 

"Af þessu tilefni var farið yfir frumvarpið og ákvæði þess þrengd. " 

Til hvers?

Á íslandi gengur enginn um vopnaður, svo okkar maður Breivik gæti hér valsað um og myrt alla sem hann vildi í nokkra stund.  Gefum okkur að lögin yrðu þrengd, þá gæti okkar maður Breivik valsað hér um myrðandi, eins og fyrr, án þess að nokkur fengi rönd við reist.

Breytir engu.

Tilefni lagasetningar þessarar eru fyrst og fremst almannahagsmunir og öryggi ríkisins ...

Þetta er áhugaverð setning, sem við skulum skoða betur eftir að hafa litið á texta sem kemur strax á eftir:

Velmegun á Vesturlöndum hefur undanfarin ár leitt til aukinnar eftirspurnar eftir hvers konar veiði- og sportvopnum, gríðarlegt magn hernaðarvopna og sprengiefnis hefur komist í umferð eftir styrjaldir síðustu áratuga og upplausn Sovétríkjanna

Og hvar ætli þau vopn endi?  Hjá almenningi?  Nei...  og í textanum stendur einmitt:

A: Rétt er að benda á að ströng löggjöf kemur ekki í veg fyrir það að óprúttnir einstaklingar verði sér úti um bönnuð skotvopn með ólögmætum hætti, 

B: Því ber að reyna takmarka aðgengi að þessum vopnum án þess að þrengja um of að þeim sem sannanlega stunda íþróttaskotfimi og þurfa á vopnunum að halda. 

Takið eftir því að A: hver sem er getur reddað sér vopnum, og ríkið veit það, en B: á sama tíma vill ríkið takmarka aðgang að þessum sömu vopnum.

Sem sagt, þeir vilja hafa það þannig að *einungis* glæpamenn séu vopnum búnir.

Af hverju?

Þeir rausa um öryggi, og þykjast vera að auka öryggi og hvaðeina, en semja svo lög sem í besta falli gera ekkert nema kosta pening og hindra íþróttaiðkun og söfnunaráráttu örfárra einstaklinga.  Í versta falli er þetta frábær auglýsing til einhverra ISIS & Boko Haram gaura, einskonar neon-skilti, sem á stendur: KOMIÐ HINGAÐ!  Þessir bjánar eru allir óvopnaðir, og kominn tími á annað tyrkjarán! 

Og hvað á að gera þegar Boko Haram mætir og byrjar að nauðga skólastelpum og saga hausinn af fólki á næstu strætóstoppistöð?

Hringja í lögregluna?  Það gekk svo vel í Útey um árið.  Enginn virðist hafa lært neitt af því. 


Ég þori að veðja kippu af bjór að þetta er bull

"Leit­in að orku­lind sem aldrei þrýt­ur... hef­ur staðið lengi yfir... nú hef­ur von­in fengið byr í segl­in eft­ir skýrslu sem ít­alsk­ir og sænsk­ir vís­inda­menn hafa gefið út og fjall­ar um óvænt­ar niður­stöður til­rauna með E-Cat."

Wiki: http://en.wikipedia.org/wiki/Energy_Catalyzer

Besta lína: "Peter Ekström, lecturer at the Department of Nuclear Physics at Lund University in Sweden, concluded in May 2011, "I am convinced that the whole story is one big scam, and that it will be revealed in less than one year.""

Ég held það líka.  Nikkel & vetni?  Jæja... 

Um er að ræða kjarn­orku­ofn sem knú­inn er ör­litlu af nikk­el­dufti sem blandað er vetni og öðrum efn­um, aðallega li­tí­um. Í ljós kom í mars að mik­il um­framorka myndaðist í ofn­in­um og það sem ekki vek­ur síður at­hygli: eng­in geisla­virkni mæld­ist fyr­ir utan hann.

Það er ekkert óeðlilegt að það sé engin geislun fyrir utan ofninn.  Það ylli áhyggjum, og benti til hönnunargalla. 

"Í grein­ingu á eldsneyt­inu komu fram aug­ljós­ar breyt­ing­ar á ísótóp­um sem þess í stað benda til þess að um sé að ræða kjarna­hvörf við lág­an hita"

Cold fusion: Science fiction. 

Ég myndi ekki halda niðri mér andanum á meðan ég bíð ftir þessu. 


mbl.is Ótæmandi orkulind fundin ef...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband