Þetta verður ekkert minna grunsamlegt

Ekki rík­ir leynd til 110 ára yfir skjöl­um stjórn­sýsl­unn­ar um upp­gjör og slit viðskipta­bank­anna eft­ir hrun, held­ur lúta þau hinni al­mennu reglu laga um op­in­ber skjala­söfn um að skjöl sem geyma viðkvæm fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga eða upp­lýs­ing­ar sem varða al­manna­hags­muni skuli vera lokuð í 80 ár. Hægt er að rjúfa leynd yfir slík­um skjöl­um með samþykki þess sem þau varðveit­ir eða úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Hljómar eins og einhverjir opinberir einstaklingar hafi verið að gera eitthvað af sér, ekki satt?

Eitthvað sem varðar almannahagsmuni.

Hrunið var allt meira og minna byggt á *viðkvæmum fjár­hags­mál­efnum ein­stak­linga.*


mbl.is Ekki 110 ára leynd yfir bankaskjölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og kemur fram í fréttinni falla hin umræddu gögn hinsvegar ekki undir neina 110 ára leynd, heldur almennu regluna, sem er 30 ár, eða 80 ár ef um er að ræða persónuupplýsingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2016 kl. 15:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hélt alltaf að þetta væru 80 ár, eða frá því þeir tilkynntu það hér fyrir nokkrum árum að svo væri.

Það fannst mér voða grunsamlegt.

Þetta ætti heldur ekkert að falla undir neina 30 ára reglu, frekar en þáttur annarra í þessu.

Ég segi enn og aftur: sannanir í fjársvikamálum eru *alltaf* persónuupplýsingar.  Eðli málsins samkvæmt.  Það er alltaf mastermind, sem er *persóna.*  Nema einhver róbót hafi verið að stunda einhverja glæpi.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2016 kl. 15:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á fyrstu 30 árunum frá því að skjal verður til gilda þessar reglur alls ekki um þau, heldur gilda á þeim tíma ákvæði upplýsingalaga.

140/2012: Upplýsingalög | Lög | Lagasafn | Alþingi

Meginreglan samkvæmt 5. gr. þeirra laga er sú að "Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr."

Svo eru taldar upp ýmsar undantekningar frá þeirri meginreglu í hinum tilvísuðu 6.-10. gr., þar á meðal þessi í 9. gr: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."

Það er þessi síðastnefnda klausa sem hingað til hefur oftast verið notuð til þess að synja um aðgang að gögnum er varða uppgjör og slit bankanna, þ.e. að um sé að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja.

Hér er dæmi um slíkt: A-531/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014 | Uppkveðnir úrskurðir | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Hagsmunasamtök heimilanna fóru fram á að Fjármálaeftirlitið veitti þeim aðgang að gögnum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að sum þeirra gagna sem óskað var aðgangs að hefðu að geyma upplýsingar sem lytu þagnarskyldu eða féllu undir 9. gr. upl. Sum þeirra gagna hefðu hinsvegar ekki að geyma slíkar upplýsingar, og var veittur aðgangur að þeim hluta gagnanna.

Ég hef undir höndum afrit af öllum þeim gögnum sem úrskurðað hefur verið með þessum hætti að veittur skuli aðgangur að. Þar á meðal þau gögn sem Víglundur Þorsteinsson hefur fengið úrskurðaðan aðgang að vegna sinna rannsókna. Sama rétt hafa allir aðrir borgarar þessa lands, þ.e. að fá aðgang að þeim gögnum sem slíkir úrskurðir hafa gengið um. Ég myndi vilja hvetja alla sem segjast vera áhugasmamir um að fá að vita hvað stendur í þessum gögnum, til þess að gera það og hefja strax lesturinn, og skrifa svo greinar og pistla í blöðin, á bloggið og facebook, um þau atriði sem þeir finna í þessum gögnum sem gætu átt sérstakt erindi við almenning.

Sjáðu til, það er nefninlega ekki svo að það hafi ekki mikið af gögnum nú þegar verið gerð opinber, heldur felst vandamálið með þau aðallega í því að umfang og flækjustig þeirra er slíkt að ekki er á færi örfárra einstaklinga að lesa þau öll og greina á grundvelli þeirrar sérþekkingar sem nauðsynleg er til að lesa slík gögn og skilja það sem í þeim stendur. Hér er til dæmis um að ræða flókna samninga upp á hundruðir blaðsíðna sem eru skrifaðir á ensku, og ekki bara venjulegri ensku helskur lagatorfs-ensku, sem er ekki einu sinni auðskiljanleg þeim sem þó hafa ensku að móðurmáli. Það sem okkur (almenning) vantar eru fleiri sjálfboðaliðar sem eru tilbúnir að verja einhverju af tíma sínum og þekkingu í þetta verkefni þ.e. að greina þessi gögn og innihald þeirra. Frá því að Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð hafa slíkir sjálfboðaliðar ávallt verið velkomnir, en einhverja hluta vegna hafa þeir verið afar fáir, stundum engir, sem hafa gefið kost á sér í slík verkefni. Það mætti halda að almenningur vilji bara að "einhverjir aðrir" sjái um gagnsæið fyrir sig, en á sama tíma áttar fólk sig ekki á því að það eru engir aðrir að fara að gera neitt svona fyrir okkur nema við sjálf og ef við nennum því ekki þá mun það eðli málsins samkvæmt ekki gerast.

Tekið er á móti sjálfboðaliðum á skrifstofu samtakanna í Ármúla 5 sem er opin kl. 10:00-12:00 mánudaga til miðvikudaga, og á sömu tímum í síma 546-1501, en utan opnunartíma í gegnum netfangið heimilin@heimilin.is

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2016 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband