Allt mjög áhugavert

"Með því að hækka flest­ar teg­und­ir ferðaþjón­ustu í efra þrep virðis­auka­skatt­s­kerf­is­ins þann 1. júlí 2018 verður til svig­rúm til að lækka þetta al­menna þrep úr 24% niður í 22,5% 1. janú­ar 2019."

Gefið að ferðaþjónustan gefi allt upp.  Sennliega dregur úr því frekar en hitt.

En Ríkið hefur ekki átt það til að vera jafn kaldhæðið og ég.

"Áætlað er að vísi­tala neyslu­verðs lækki um 0,4% vegna þessa."

Það er nú ekki mikið.  En eitthvað.  Gefið að kaupmenn hækki ekki bara verð í samræmi - en þá er náttúrlega Costco.

Samkeppni heldur verðinu niðri.

"Sam­tím­is verður litið til þess að lækka trygg­inga­gjald eft­ir því sem svig­rúm verður til, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni."

Kannski, semsagt.

"Kol­efn­is­gjald verður tvö­faldað sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un­inni. Þá verður vöru­gjald sett á bíla­leigu­bíla og lækk­un á banka­skatti."

Þeir ætla ekki að gera okkur þann greiða að fjarlægja það mikla böl?

Þetta er skattur sem leggst mest á þá sem minnst hafa.


mbl.is VSK lækkaður úr 24% niður í 22,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband