Ég er ekki viss um að þetta sé ástæðan...

"Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta."

Það eru ansi fá torskilin orð í dægurlagatextum - hef ég skynjað.

En, á móti hef ég líka ástæðu þess að fólk skilur illa íslenska dægurlagatexta: þeir eru einfaldlega alger della.

Dæmi 1:

"Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér"

Hvað þýðir þetta?  Má guð vita.

Dæmi 2:

"Soltið skrýtin, soltið þvæld    

Samt ekk'of mikið, ekk'útpæld

Þó ekki afleit, einhver fær    
Samt ekk'of mikið komdu nær."
 
Einhver?  Setningaskipanin er ekki vandamálið hérna.  "Soltið?"  WTF?
 
En færum okkur nú úr innihaldslausum texta, þar sem söngvarinn er bara eitt af hljóðfærunum í eitthvað með merkingu: 
 
Dæmi 3:
 
"Úlfurinn rúllar með rómverskum gyðjum og stóískum hómís
Eldist um helming og drekk fyrir tvo líkt og óléttur róni
Allir á hlaupum en ég týni rósir á rólegu róli"
 
Hér virðist vere einhver merking, sem gerir þennan texta frábrugðinn hinum hér að ofan, mjög litríkt myndmál sem þýðir samt bara "er á fylleríi núna."
 
Ekki erfitt að skilja, eða hvað?  Torf, já, en ekkert torskilið.

mbl.is Margir skilja íslensk lög illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góð útskýring - Komdu líka með brot úr Eurovision-laginu íslenska "Angel"...

Már Elíson, 21.7.2017 kl. 10:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Var það ekki æá ensku?
Það er nákvbæmlega *ekkert* vit í langflestum textum sem eiga að bera á ensku.  Þá er þetta orðið bara orðasalat.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2017 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband