Líkurnar á stríði þarna:

Þar sem ég hef ekki allar forsendurnar (hefur þær nokkur,) þá er eritt að  reikna þetta út, en þetta er það sem þarf að taka í reikninginn:

Nákvæmlega hve geðveikir eru leiðtogar N-Kóreu? (Fljótt á litið - mjög.)

Hve heilaþvegnir eru undirmennirnir? (Fljótt á litið - mjög.)

Ég hef þann grun að þetta sé allt bara stórt PR stunt fyrir alþýðu N-Kóreu, og hafi litla merkingu annars.  Bara trikk til að viðhalda ógn.  Þ.e.a.s. þeir eru að safna efni til þess að nota Vesturlönd til að ógna eigin alþýðu.  Svona eins og Vesturlönd nota hryðjuverkamenn.

Innst inni held ég að þetta verði að engu.  Gleymist eftir mánuð.  Ef ekki... djöfulsins.  Innrás í S-Kóreu er ein leið til að koma af stað 3 heimstyrrjöldinni.  Og ef það gerist neyðist ég til að spreyja bílinn minn svartan og logsjóða fullt af járnarusli utan á hann.


mbl.is N-Kóreumenn hóta S-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég veit ekki... N-Kórea er svo gjörsamlega snældugalin að maður veit ekki. Það er vonandi að þetta sé bara PR-stunt en ég held þeir séu samt alveg nógu klikkaðir til að ráðast inn í S-Kóreu.

Þó er ég ekki viss um að það byrji endilega 3. heimsstyrjöldina vegna þess að N-Kórea er algerlega einöngruð í deilunni. Í gamla stríðinu (1950-1953) voru Kínverjar og Rússar bandamenn N-Kóreu, en núna hafa þeir engan. Ef þeir ráðast inn í S-Kóreu má búast við að það verði gjörsamlega valtað yfir þá sem eitt og sér væri ágætt, en hættan er að þeir noti þá kjarnorkuvopnin fyrst þeir hafi engu að tapa lengur.

Ég veit ekki, ég bara bíð spenntur. Það þarf virkilega að gera eitthvað í N-Kóreu, þetta gengur ekki lengur, svo mikið er víst.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sko, ég skal algjörlega skemma fyrir ykkur vikuna:

Ef NK henda kjarnorkusprengju yfir landamærin, þá er standard svar við svoleiðis að henda einni á móti.  Og þökk sé paranoiu síðan í kalda stríðinu byrja gömlu óvinirnir þá að kasta sprengjum í allar áttir.

Ég held þeir miði enn á keflavík.

Hlakkar ykkur ekki bara til?

Ásgrímur Hartmannsson, 28.5.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband