11.3.2008 | 23:00
Fiskur og franskar
Það drap hann. Fiskur steiktur uppúr olíu, og franskar steiktar upp úr olíu. Með því er örugglega drukkið svart kaffi. Sem gerir ekkert.
Svo fá löggur hjartaáföll líkt og annað fólk.
![]() |
Breskur lögreglustjóri fannst látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 22:57
Refsað fyrir allt
Þá á að refsa manni bæði fyrir að gefa stefnuljós, og fyrir að gefa þau ekki. Frábært.
Í eyjum komst ég upp með að stunda þá sjálfsögðu kurteisi sem stefnluljósanotkun er, og aldrei var flautað á mig. Nei nei, allt fór fram með friði og spekt.
Svo kem ég til Borgar Óttans...
Ég var á akstri eftir Borgarholtsbraut, ef ég man rétt, á leið yfir brúna þarna við Kringluna. Ég gaf stefnluljós því ég hugðist skifta um akrein. Ég sá ekkert í hliðarspeglinum, og tek því beygjuna. Þá er flautað. Mikið og frekjulega. Og ég lít aftur í spegilinn, og svo við, og sé þá út um afturgluggann havr gæjinn sem ætlaði að taka frammúr mér er kominn uppá grasið.
Helvítis fíflið sá blikkið, og tók það sem eitthvert merki til sín um að taka frammúr mér.
Og þetta er ekkert einsdæmi. Ég lenti í 3 svipuðum málum í sömu vikunni nú fyrir 2 mánuðum.
Þér er refsað ef þú gefur stefnuljós, og nú á líka að refsa manni fyrir að gefa þau ekki.
Hvað skal þá gera?
Ókey. Ég gef bara mín merki og keyri bara á helv. gerpin!
![]() |
Fylgst verður með notkun stefnuljósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 22:46
Hvað er "Íslensk aðferð?"
Ég þekki íslensku aðferðina við bankarán: að taka stórt lán og eyða því öllu svo það fellur á Ríkið. Það fór úr tízku við einkavæðinguna, sýnist mér. Þá var Íslenska aðferðin við bankarekstur að láta Ríkið reka þá. Þá skiluði bankarnir töluvert minni arði en nú.
Svo er kennitöluflakkið vinsælt enn - held ég.
Sumir áttu til að taka lán í ábyrgð barna, foreldra, kunningja og slíkra, og settu þá á hausinn í staðinn.
Einusinni var gífurleg verðbólga en engin verðtrygging, þá var vinsælt að taka lán og kaupa ísskáp. Svo var krónan felld daginn eftir og lánið orðið afar viðráðanlegt.
Það eru margar Íslenskar aðferðir.
![]() |
Beittu ekki íslenskri aðferð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 12:46
Vekur ljúfar minningar
muniði hjér fyrir 200 árum, eða 20, að það leiðvart sá dagur að ekki va böstaður landabrugari? Svo var alltaf tíundað upp á gramm hve mikinn sykur hann átti, hve mikinn gambra ogve mikinn landa.
Nú hafa spíttbátasjómenn alveg tekið við af þeim töffurum.
![]() |
Sektaður fyrir landabrugg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 12:43
Drengurinn sem bjó með látinni móður sinni
Ég ef heyrt um þá barnabók. Ég veit ekki hvort hún var vinsæl í Svíþjóð, en hún ætti að geta orðið það. Var ágætlega tekiðí USA, ef ég man rétt, og kvikmyndin sem var gerð eftir henni er agjör snilld.
Ég sé að ég þarf að skrifa barnabók á svíamarkað. Látin móðir með drykkjuvandamál: það skrifar sig næstum sjálft!
Hún á að heita: "Mamma er með jólatréseyrnalokka". Gott stöff.
![]() |
Hættulegt líf mæðra í barnabókum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 23:06
Samsæriskenning!
Löggan á suðurnesjum sér um landamæraeftirlitið, rétt? Þegar einhver er böstaður í tollunum fyrir að flytja inn útvarp sem kostaði þúsundkalli meira en má, þá er sá hinn sami böstaður af suðurnesja PD.
Svo, mín álpappahattskenning er þessi:
Björn Bjarna er að vonast til þess að með minni gæzlu þá sleppi inn fullt af áhugevrðum mannskap með enn áhugaverðari smyglvarning, kannski nokkrar handsprengjur. Svo fer þessi skuggalegi maður og gerir eitthvað af sér, hendir til dæmis nokkrum handsprengjum í gangandi vegfarendur í kringlunni, sem er náttúrlega hið ágætasta sport.
Þegar þetta hefur gerst, mun okkar maður segja: "sjá: þetta sýnir að það er þörf fyrir leynilegri ríkislögreglu í þungum klossum og með vélbyssur."
Og þá mun fólk segja: "Já, það er satt! Stofnaðu Leynilega Ríkislögreglu sem getur verndað okkur fyrir dularfullum mönnum með poka fulla af handsprengjum."
Í næsta mánuði hefur Leynilega Ríkislögreglan störf, og byrjar að herja á bófa, persónulega óvini, þá sem Kínverska ríkið vill ekki horfa á og menn sem hafa sést af hræddum gömlum konum skömmu eftir að dularfull hljóð heyrðust.
Það er annað hvort það, eða þetta venjulega Ríkis-MO: þeir eru bara að klúðra þessu. Það getur vel verið að lögreglustjórinn á suðurnesjum sendi alla í handsnyrtingu reglulega vegna þess að ... bara. Þetta er Ríkisstofnun, svo peningarnir skulu bara koma.
![]() |
Fjármál lögreglunnar á Suðurnesjum rædd við ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 22:53
Big brother is watching
Ómerktir bílar taka myndir af þér. Húshorn eru vöktuð með öryggismyndavélum. Sem valda per se engu öryggi, þær bara stuðla að því að blurry myndir náist af glæpamönnum við iðju sína.
Í háskólanum sá ég myndavél sem var beint að sandbrekku þar sem er ekkert. Ekkert nema sandur. Nú, og brekka. Hvað sú myndavél á að vera að vakta veit ég ekki. Kannski er visælt að keyra upp og niður þessa brekku á krossara?
![]() |
Ómerkt bifreið með myndavélabúnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 15:41
Hljómar vel
Þá éta þeir ekki þorskinn. Og selur er millihýsill hringorms, svo það mál ætti allt að minnka.
En...
Hvað veit World Wide Fund svosem?
![]() |
Kópar í hættu vegna hlýnunar jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2008 | 00:29
Hver leigir á 120K?
Það hljóta að vera hópar. Fólk sem rottar sig saman og skiftir leigunni. Námsmenn og slíkt. Ég lenti í feikna veseni út af þessu um árið. Verðið var að blása út, og herbergi fór á 25-45K eftir stærð.
Mér þótti 65K fyrir 50 fermetra nokkuð mikið, satt að segja, þá.
Svo, annað hvort lækkar leigan, eða húsin verða annaðhvort tóm eða full af námsmönnum sem skifta leigunni. Ef tóm, þá tapar leigusalinn. Þá verður hann að lækka leiguna þar til einhver hefur efni á henni.
Svo eru allar þessar nýju íbúðir. Það er í sjálfu sér enginn skortur á fólki, bara skortur á fólki sem getur greitt uppsett verð. Sem mun annað hvort leiða til lækkunar á verði eða gjaldþrotum leigusala. Þá eignast bankarnir þetta allt.
![]() |
Verst er að eiga ekkert heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2008 | 14:32
Þöggun kvenna:
Þar eru stígamótakonur farnar að vera fremstar í flokki.
Hvernig? Jú; hvað kemur upp í hugann þegar þú lest orðið "feministi"? Eitthvað jákvætt? Efa það.
![]() |
Neituðu klámfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |