Það tekur enginn mark á þessu

Ég þori að veðja 5 lítrum af rauðvíni að það verður haldið áfram að óbrettu.  Ekkert verður gert löglegt, ekki valmúi, ekki Maríúana, ekki kókaín.  Ekkert.

Sem veldur því að þeir þarna í Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó verða bara að taka því að einhverjir ræflar skjóti á þá.  Jafnvel meira.


mbl.is Tapað stríð gegn fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Ég tek því veðmáli með tímarammanum 10 ár.

Innan tíu ára verður búið að umbreyta fíkniefnalöggjöfinni í amk. 5 löndum (eitt per lítra).

Ég er hrifinn af spönskum Tempranillo vínum og kanadískum merot vínum.

Hans Miniar Jónsson., 2.6.2011 kl. 19:55

2 identicon

Núverandi lög koma aðeins glæpaklíkum að góðu, það verður að breyta kerfinu; Leyfa kannabis.. og skaffa hörðum fíklum efnið, þannig ná þeir hugsanlega að hreinsa sig, fá tíma til að hugsa um lífið í stað þess að þurfa alltaf að hugsa um næsta skammt og afbrot til að eiga fyrir honum

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:04

3 identicon

Ég vona hið besta... :D Það er ekki oft sem svona birtist á MBL.is - eða í öðrum miðlum landsins. Kíkið til Portúgal; þeir hafa núna rekið þessa stefnu í rúman áratug - og reynsla þeirra er góð. Þar sem fordæmið komið; málið afgreitt á innan við fimm árum!

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:54

4 identicon

Einhverra hluta vegna þurfti mbl.is samt að bæta inn í fréttina að skýrslan sé umdeild. Sem hún er alls ekki þar sem mótrökin gegn henni eru ekki til

Róbert Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:09

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta verður eins hér, og þetta verður eins í USA.  Og líklega í Skandinavíu.

Hér, því hér eru stjórnvöld einfaldlega vitlausari en annað fólk.  Í USA, vegna þess að þar eru svo stór batterí sem græða á löggæzlunni í kringum þetta.  Og í skandinavíu vegna þess að ég trúi því að þar búi svo miklir púritanar.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2011 kl. 23:10

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það þarf að kippa peningunum úr þessari jöfnu fyrir glæpasamtökin. Allt annað virkar ekki. Það má t.d. gera með lögleiðingu efna á styrk við alkóhól (sem talsvert átak þarf til að drepa sig úr) og ókeypis skömmtun þeirra lyfja sem fólk drepur sig úr (heróín o.þ.h.) a.m.k. til þeirra sem eru fíklar fyrir.

Núverandi ástand skapar þrældóm og glæpi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.6.2011 kl. 10:37

7 identicon

Og þið haldið að mannskepnunni sé treystandi til að "ná að hreinsa sig" og "hugsa um lífið" eftir neyslu harðra efna, alveg á eigin spýtur? Lögleiðing efna = minni neysla og færri glæpir? Er það niðurstaðan sem þið hafið á einhvern snilldarlegan hátt reiknað út?

Jón Flón (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 11:47

8 identicon

Jón, það er akkúrat reynsla Hollendinga og Portúgala.

Kynntu þér staðreyndirnar almennilega áður en þú kemur með upphrópanir.

Steinar (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 12:17

9 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

@jón flón, Reyndar þá sýndu niðurstöður frá Berkley um fíkniefnalöggjöf Portúgals að það að "afglæpa" (e. Decriminalize) öll eyturlyf yrði ekki til þess að fleyri myndu neyta eyturlyfja. EN það sem gerðist aftur á móti var að fleiri fóru í meðferð og vegna þess þá fækkaði fjöldi eyturlyfjaneitenda.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 3.6.2011 kl. 12:23

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, það verða alveg klárlega færri glæpir ef þetta er vel gert (svartamarkaðsgróðinn tekin út). Það þarf ekki mikinn snilling til að reikna það út. Það þarf hinsvegar mikla fordóma til að sjá það ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.6.2011 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband