30.8.2019 | 20:40
Umhverfisverndarsamtök eru alltaf til í að borga fyrir vitleysu
Forsvarsmenn sæstrengsverkefnisins Atlantic SuperConnection vonast til þess að skömmu eftir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu, [...] geti hafist virkt samtal á milli þeirra og breskra stjórnvalda um formlegan stuðning við verkefnið.
Ef bresk stjórnvöld eru ekki til í að borga fyrir strenginn, er enginn gróði af þessu.
Fulltrúar Atlantic SuperConnection hafa átt fjölda funda með hagsmunaaðilum hér á landi að sögn talsmannsins. Meðal annars með ráðherrum fjögurra ráðuneyta, fulltrúum flestra stjórnmálaflokka og umhverfisverndarsamtökum.
Veit ekki hvort ráðamenn gera sér grein fyrir að planið er að flytja *vinnu* úr landi. Ekki að það virðist skifta það fólk neinu máli svosem...
Hversu háum fjárhæðum hefur þegar verið fjárfest í þessu verkefni? Hversu miklum fjármunum hefur verið safnað til þess að fjármagna það?
Við erum sannfærð um fýsileika verkefnisins og að það verði mjög hagstætt fyrir bæði löndin.
Rrrrrriiiight.
Fyrirbæri sem ber sig ekki öðruvísi en með styrkjum er einhvernvegin fýsilegt fyrir almenning einhversstaðar.
Og svín geta flogið.
Hafa verður í huga að gert er ráð fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið innan níu vikna og þá, að öllum líkindum, regluverk sambandsins um orkumál.
Það eru góðar fréttir.
Vonast eftir stuðningi við sæstreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.