21.2.2019 | 19:02
Þetta hljómar eins og tveir brandarar
Lýsingin á þáttunum: "Í sjónvarpsseríunni, sem frumsýnd verður í maí og kallast Tólf stig er fylgst með fransk-alsírskum hryðjuverkamanni. Hann þykist vera samkynhneigður karlmaður og tekst að komast í lokakeppni alþjóðlegrar söngvakeppni í þeim eina tilgangi að fremja hryðjuverk í beinni sjónvarpsútsendingu."
Augljós brandari nr 1.
Viðbrögðin: "Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafa Frakkar varað ísraelska ríkissjónvarpið við því að ef sjónvarpsserían verður sýnd verði því svarað með því að þeir muni sniðganga keppnina í maí."
Óviljandi brandari nr 2.
Hóta að sniðganga Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2019 | 19:48
En ég vil hvorki né þarf flóknara kerfi
Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki...
Af hverju? Hvern vantar það? Það hljómar alveg ofsalega illa. (Og ekki bara vegna þess að ég veit ekki betur en sú hugmynd sé stolin af Mussolini og félögum. Ekki beint hagfræði-snillingar, þeir.)
...tekjulægsti hluti þjóðarinnar hafi tekið á sig aukna skattbyrði og sá tekjuhæsti lægri.
Jaðarskattar eru óvinur lágtekjufólks.
Eða veit hún það ekki?
Kolefnisgjald, sykurskattur, vegtollar, RÚV-gjaldið sfrv... allt tekur hlutfallslega meira frá þeim sem hafa lægri tekjur.
Við vildum leiðrétta þetta og fórum því fram með áherslur á fjögur skattþrep,
Hvernig erum við bættari með flóknara, og þar af leiðandi dýrara kerfi?
auk þess sem við höfum talað fyrir hækkun á fjármagnstekjuskatti...
Frábært, það. Skattur á sparnað. Einmitt þð sem lágtekjufólk þarf mest af öllu. Getur ekki einusinni sparað.
Aðspurð hversu mikið tillögur stjórnvalda komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar segir Drífa þær ná ansi skammt.
Það hefði hentað alveg jafn vel ef þau hefðu tekið til baka skattahækkanirnar sem þau herjuði á okkur með fyrir jól.
*OG* þetta á ekki að ske fyrrr en 2020.
Í skattkerfinu eru stórir möguleikar til tekjujöfnunar og þessi skattalækkun upp á 6.760 krónur á mánuði sem kemur til framkvæmda á þremur árum, rúmlega 2.000 króna lækkun á ári, er frekar langt frá því sem við höfðum hugsað okkur til þess að koma kjaraviðræðum í gang aftur.
Aftur... enginn þarf tekjujöfnun. Mig vantar ekkert að allir verði jafn auralausir og ég. Ég vil hafa efni á meira.
En ég skil að 2000 kr lækkun á ári sé ekki mikið, það helst ekki eini sinni í hendur við verðbólgu.
Sá hluti er auðskilinn.
Það þarf að svara því í fyrsta lagi hvenær þetta eigi að koma,
Það hefst 2020, segir í annarri frétt.
Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2019 | 14:56
Auðvitað
Launþegar geta ekekrt allir lifað af laununum. Þau fara öll í skatt.
Vinnuveitendur geta ekkett allir hækkað launin (og þeir sem geta það vilja það ekki.)
Ríkið hvorki vill né getur lækkað skattana, sem eru undirstaða allra vandamálanna, því það er svo umfangsmikið að það yrði að fara að skera niður það ónauðsynlegasta... eða heilbrigðiskerfið.
Af hverju sker ríkið annars alltaf niður í heilbrigðiskerfinu fyrst?
Seinasta útspil frá ríkinu var að þeir lofa að lækka kannski skattinnum það sem hann hækkaði hér rétt fyrir jól.
Ríkð, maður. Það er orðið verulegur dragbítur á okkur. Eins og krabbamein á þjóðfélaginu.
Verkföll líkleg í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2019 | 15:44
Veit ekki einu sinni hverjar tillögurnar eru
Stéttarfélögin eru ekkert hrifin.
Efast reyndar um að nokkur verði hrifinn, við eru ekki beint með hæf stjórnvöld núna.
Það verða þá barta verkföll. Sá tími kominn aftur. Ríkið verður bara að taka þeirri tekjuskerðingu þá.
Tillögurnar kynntar síðar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2019 | 21:05
Lag dagsins
Sir Vince Cable, leiðtogi breska Frjálslynda demókrataflokksins, segir búferlaflutninga Ratcliffe verulega kaldhæðnislega, en Ratcliffe var í hópi þeirra sem studdu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu...
Hvað kemur það málinu við? Hækkuðu skattarnir á hann við það? Hvernig var það samtengt?
Ratcliffe flytur frá Bretlandi vegna skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2019 | 18:58
Þetta er fullkomlega vitrænt
Ljóslega vill ríkið fá að stjórna hvað fjölmiðlar segja, og hvað er betra í þeim tilgangi en að veita þeim styrk ef þeir segja ekkert sem þeim er á móti skapi?
Nú, ef menn vilja síður að eitthvert yfirvald sé með puttana í hvað fjölmiðlar segja eða segja ekki, þá hefur hann Stefán Einar Stefánsson rétt fyrir sér.
Hvað haldið þið?
Mismunar miðlum gróflega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2019 | 18:39
Nú skil ég ekki...
"Samtökin ´78 mótmæla stjórnarfrumvarpi dómsmálaráðherra þar sem hatursorðræða er þrengd..."
Hatursorðræða er þrengd???
Ha? Hvað þýðir það?
"...en frumvarpið er sagt eiga að auka vernd tjáningarfrelsis hér á landi."
... auka vernd tjáningarfrelsis...
Einhver?
"Enn fremur segir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi bent á að umburðarlyndi og virðing fyrir jafnrétti og mannlegri reisn séu grundvöllur opinna lýðræðissamfélaga. Þess vegna geti ekki aðeins verið réttlætanlegt, heldur nauðsynlegt að takmarka orðræðu ..."
Er það rétt skilið að þeir vilji draga úr tjáningarfrelsinu?
"Í ljósi þessa hefur verið samstaða um að tjáningarfrelsinu þurfi að setja skorður til þess að vernda frelsi minnihlutahópa."
Vernd frelsis minnihlutahópa felst í skertu frelsi allra annarra?
"Nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp dómsmálaráðherra þar sem eftirfarandi klausu er bætt aftan við ákveði um hatursorðræðu: enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun."
"78 hafa áhyggjur af þessu? Vegna þess að...?
Þau ummæli sem sakfellt var fyrir voru mjög gróf, lýstu hatri á hinsegin fólki og bendluðu það, í öðru tilfellinu, við barnaníð. Slík tjáning grefur ekki aðeins undan friðhelgi einkalífs ..."
Hvernig grefur það undan friðhelgi einkalífs að einhver sveii þér? Ekki ætla þeir að segja mér að hvað sem sé sagt verði þar með satt líka?
Einnig er tekið fram að þrengja eigi ákvæðið þrátt fyrir að núverandi lög um hatursorðræðu stangist ekki á við tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu..."
Á að þrengja ákvæðið þangað til það stangast á við 10 grein?
Til hvers?
"...og þrátt fyrir að þetta frumvarp muni minnka refsivernd minnihlutahópa gagnvart hatursorðræðu."
Það gæti verið jákvætt. Við viljum síður lenda í þessu. Það ylli alvöru, víðtæku hatri.
"Í kjölfar frétta af frumvarpinu hefur fjöldi félagsmanna sett sig í samband við Samtökin 78 og viðrað áhyggjur sínar og óöryggi vegna fyrirhugaðra breytinga.
Í kjölfar minniháttar breytinga sem skifta litlu máli.
Þetta þarfnast nánari útskýringa.
Lýsa áhyggjum og óöryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2019 | 14:46
Hnífar eru ekki vopn
Né eru þeir vandamálið þarna.
Bretar eru búnir að sjá þetta, þó þeir neiti líka að horfast í augu við þessa staðreynd: það er ekki verkfærið. Það er fólkið.
Leikum nú Nostradamus í smá stund. Það er auðvelt, ef forsendurnar eru réttar, þá verður niðurstaðan rétt:
1: yfirvöld í svíþjóð eru jafn veruleikafyrrt og í bretlandi.
2: af 1 leiðir að þau munu leita sömu leiða
3: af 2 leiðir sama niðurstaða g í UK, sem er:
Hnífar verða bannaðir í svíþjóð, sem leiðir af sér fleiri hnífstungur, því þá verður miklu meira töff að reka fólk á hol.
Spurningin er bara hve mikið maður á að leyfa sér að hlæja að svíunum þegar þar að kemur. Ég hugsa: eins og hægt er.
Það eina slæma hér er: okkar yfirvöld eru jafnvel vitlausari en þau í svíþjóð...
Borg hinna löngu hnífa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2019 | 13:27
Fólk veit ekkert hvað orð þýða
En notar þau samt:
Ég var að dunda mér við að veiða Nazista á vísi.is (þar sem nazistarnir eru - og kommúnistarnir) og það er þetta vanjulega vandamál: enginn veit hvað orð þýða.
1: Frjálslyndi.
2: frjálshyggja.
3: Nýfrjálshyggja.
Fyrir síðustu kosninga sem Besti Flokkurinn tók þátt í skildist mér helst að Nazistarnir hefðu verið Frjálslyndir miðjumenn. Þannig var það orð notað þá. Af Besta Flokknum.
Frjálshyggja er úr þessum mönnum eins og Grýla eða eitthvað. Notkunin er eins og þegar Klansmenn segja "nigger."
Nýfrja´lshyggja - það veit enginn hvað það þýðir, en ég held núna að þá sé bara strámaður sem þeir geta kennt um hvað sem er, eins og gyðingum, og sett í hvaða samhengi sem er.
Annars er að lesa kommentakerfi Vísis eins og að hlusta á vondu kallana í "Agents of Shield." Raunsæustu vondu kallar sem til eru, þeir. Greinilega.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2019 | 16:38
Bandaríkjastjórn kom Hugo Chavez til valda
Búum til smá samsæriskenningu.
Var að hlusta á Xöið áðan, og þar var fuglinn hann Erpur að segja frá Sádí Arabíu, hlutum sem gerðust fyrir 150 árum og Evrópusambandinu. Þeir voru víst að tala um Venezuela.
Áður var Ögmundur, hann er miklu eldri, en jafn fyrrtur.
Allt er USA að kenna, segja þeir.
Svo... göngum út frá því sem staðreynd.
Talandi um staðreyndir, það eru forsendur:
1: Venezuela var einusinni topp 10 ríkustu landa í heimi. Árið ~1950 var það svo. Á sama tíma var Japan að ná sér eftir kjarnorkustyrrjöld og Þýzkaland var marflatt eftir WW2 og hafði misst 1/3 af landinu í hendur CCCP. AD 2000 var Venezuela ríkasta land S-Ameríku.
2: USA flytur út olíu. Vegna þess að það offramleiðir. (Fact checkið það endilega)
3: Skortur hækkar verð.
4: Venezuela framleiðir ekki lengur olíu. Þeir hafa ekki efni á að borga olíuverkamönnunum. Kínverjar & Rússar senda mannskap til að tappa henni upp í skiftum fyrir ýmsan varning og gjaldeyri.
Svo, kenningin er sú að USA hafi sett Hugo Chavez til valda, og Maduro á eftir honum til þess að gera þeim þessa skráveifu, vegna þess að ljóslega hækkar verð á olíu þegar stæsrta olíuríki heims hættir að geta dælt henni upp.
Og það var alveg fyrirsjáanlegt að það myndi gerast. Það skiftir ekki máli hvaða auðlind land á, ef því er stjórnað af kommúnistum, þá fer það á hausinn.
Svo ljóslega hefur USA, með það fyrir augum að hækka verð á olíu, sjálfum sér til hagsbóta, komið til valda hjá aðal-keppinaut sínum manni sem eyðileggur allt.
Og það gerði hann. Og við af honum tók annar sem gerði gott betur. Og nú er hungursneið og Útlendingar tappa upp olíunni til einkanota.
USA er bara að græða á þessu.
Þetta er alveg jafn góð samsæriskenning og sú sem Erpur og Ömmi voru með. Jafnvel betri, því mín er rökstudd, en ekki bara studd hatri og fordómum.