5.2.2019 | 17:33
Eru þau öll að sniffa lím núna?
Þetta fólk hlýtur að vera heilaskemmt:
Það er vont: Ef það verða veggjöld þá greiða jú bensínbílaeigendur eldsneytisgjöld og vegtoll. Rafbílaeigendur borga engin orkugjöld, en vegtoll. Er þetta þá ekki hvatning til þess að skipta um bíl? spurði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna...
Það versnar: Það er kannski stefna hluta innan meirihlutans, en ég er ekki viss um það að meirihlutinn sé að tala þar einum rómi, [...] Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar...
Aftur, fyrir þá sem náðu því ekki: "Það er kannski stefna hluta innan meirihlutans..."
Og þetta: "Hún sagði það ljóst að það myndi hvetja til orkuskipta og að fólk myndi skipta um samgöngumáta ef fólk stæði ekki undir kostnaði vegna gjaldtöku."
Það kemur ekki fram hvernig hún orðaði það, en það hefur verið speisað.
Það er þannig að þessi veggjöld geta liðkað til fyrir orkuskiptum, það er ágætt. En hver er þá munurinn á kolefnisgjaldi og veggjaldi? spurði Ari Trausti.
Munurinn er sá að við höfum ekki efni á því. Hvorugu.
Hvar er fólkið sem á að vinna *fyrir* okkur?
Gjöld hvati til að skipta um bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2019 | 16:22
VG þykjast vera Alt-Right núna
Sá þetta á Facebook: https://www.facebook.com/events/381694609262202/ (hlekkur til sönnunar.)
Mynd.
Q: "Loftslagsbreytingar og félagslegur ójöfnuður eru ekki lengur málefni sem rædd eru í afmörkuðum hópum stjórnmálamanna, aðgerðasinna eða fræðimanna. Sífellt fleiri viðurkenna að tímabært sé að snúa af braut ósjálfbærni og byggja upp samfélög hagsældar og velferðar. En hvaða leiðir eru bestar?
Hvert er hlutverk vinstrisins í heimi hraðra tæknibreytinga og hvernig má efla alþjóðlega samvinnu til að sporna gegn uppgangi valdboðsstjórnmála, afturhalds og þjóðernishyggju?"
(Ég setti áherzluna)
Jú, við þekkjum þá í hugmyndum þeirra um veðurstjórnun og öðru deleríi, en að þeir séu allt í einu á móti valdboði og afturhaldi er nýtt og framandi.
Hvaða nýju tegund af lími voru þeir að sniffa núna?
4.2.2019 | 19:50
Það verður líklega bara auðveldara að semja við Breta...
... ef það verður svona "hart Brexit."
Það kæmis sér til lengri tíma líka betur fyrir Breta sjálfa. Það er kannski styttra til Evrópu, en heimurinn er margfalt stærri utan hennar.
Eins og ekkert plan sé í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2019 | 19:46
VG eru verst fyrir tekjulága
Logi Einarsson, [...] Sagði [...] að búið væri að veikja tekjustofna ríkisins.
Nei. Það er bara búið að auka útgjöldin langt umfram það sem við höfum efni á.
Svona er menn blindir fyrir því augljósa.
Fullyrti Logi að auðlindagjöld hefðu verið lækkuð og að ríkið ráði ekki við uppbyggingu innviða.
Ríkið ræður ekki við uppbyggingu innviða vegna heimsku.
Það þarf að skifta öllu liðinu út fyrir gáfaðara fólk. Og færra fólk.
Nú á að láta þá borga sem nota í stað þess að þeir greiði sem geta, sagði Logi. Eigum við að refsa þeim sérstaklega sem hafa ekki efni á að kaupa rafmagnsbíl? spurði hann og vísaði til þess að bensíngjöld myndu standa óbreytt þrátt fyrir innheimtu veggjalda.
Ég hef illan bifur á því hvert hann er að fara.
Spurði hann einnig hvort forsætisráðherra hefði orðið fráhverfur stefnu VG um að hækka tekjuskatt á ofurlaun og auðlegðarskatt á moldríkt fólk. Þá sagði hann einnig skattbyrði lægri tekjuhópa hafa aukist til muna.
Þetta síðarnefnda er vegna þess að VG skilgreinir allar tekjur sem háar tekjur.
Katrín vísaði því á bug að hennar flokkur hafi ekki stuðlað að því að skattleggja þá með hæstar tekjurnar.
Satt ratast henni þá loks á munn.
Verst er að það hljómar alltaf eins og tveir pedófílar að afsaka sig við hvorn annan að þeir hafi ekki náð að nauðga nema svo og svo mörgum börnum þetta árið, en stefni á að bæta úr því á næsta ári.
Katrín benti einnig á að skattkerfinu hafi verið breytt með þeim hætti að bæði skattþrepin yrðu látin fylgja neysluvísitölu í þeim tilgangi að auka jöfnuð...
Andskotans fasisti. Q: "a) A strong progressive tax on capital that will truly expropriate a portion of all wealth."(https://www.conservapedia.com/index.php?title=Fascist_Manifesto,_1919 - í stórum dráttum það sama og NSDAP Manifesto, nema ekki orð um gyðinga.)
Hún sagði einnig að barnabætur hefðu hækkað sem væru til þess fallnar að lækka skattbyrði þeirra tekjulægstu.
Barnabætur eru MAX 500K. Lægstu laun eru 300K, af því fara 1300K í skatt.
Ef það væru engar barnabætur, þá væri í staðinn hæt að annaðhvort lækka tekjuskattinn nuður í 10% eða jafnvel niður í 0%, og þá hefði barnfólk *meira.*
En það má ekki. Ríkið vill sýsla með þetta.
Bætti ráðherrann við að mikilvægt sé að ná sátt um skattkerfið og eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar skref í þá átt, að sögn hennar.
Ekki á minni plánetu.
Katrín sagði liggja fyrir að sérstakur skattur á þá sem nýta sjávarauðlindina væri 33% ofan á alla aðra skatta sem greinin þegar greiðir.
Sumir spá því að innan tíðar neyðist ríkið til að borga útgerðinni til þess að veiða fiskinn í sjónum.
Það er ekkert ólíkleg niðurstaða. Hvort það er planið veit ég hinsvegar ekki.
Veggjöld verst fyrir tekjulága | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2019 | 13:36
Við skulum reikna
Það er auðvelt, því í tölvunni minni er reiknivél. Hún heitir því þjála nafni "Calculator."
"Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mælist nú 49%."
Merkilegt.
En: "Heildarúrtaksstærð könnunarinnar var 4.241 og þátttökuhlutfallið var 54,4 prósent."
Svo: 4241 * .544 = 2307. 2307 * 49 = 1130. 1130/4241 = 26.7%
Eða, rétta svarið er einhversstaðar á milli 49 og 27, vegna þess að vð getum ekki í alv0ru lesið hugsanir þeirra sem svöruðu ekki.
"Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4% og Samfylkingin með 19%. Píratar eru með 12,7%, Vinstri hreyfingin grænt framboð með 11,3% og Viðreisn með 9,1%. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,8%, Miðflokkurinn með 6,5%, Sósíalistaflokkurinn 5,3% og Flokkur fólksins með 3,7%."
23.4 + 19 + 12.7 + 11.3 + 9.1 + 8.8 + 6.5 + 5.3 + 3.7 = 99.8
Merkilegt að svo fáir skuli vera óákveðnir. Kannski eru þeir allir í 44.6% hópnum sem vildi ekki svara?
Það þjónar litlum tilgangi að reikna þetta meira, en við getum ekki reiknað með að hlutfallið taki miklum breytingum.
Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2019 | 16:20